Íbúafjöldi
5200. 51 km sunnan
Dyflinnar við suðurhluta bogalagaðs flóa við Írlandshaf.
Um bæinn rennur áin Vartry í gegnum 3 km langt lón.
Á rifinu, sem skilur að haf og lón eru göngustígar og afþreyingarsvæði.
Víkingar leituðu fyrrum öruggrar hafnar í lóninu og setturst
að í klaustursbyggðinni, sem stofnuð var á 5. öld af hl. Mantan,
og endurskírðu hana Wykinglo. Í
bænum, sem byggðist í skjóli Svartakastala (12. öld), eru þröngar
götur. Svartikastali var
virki normanna á höfða austan bæjarins.
Margir ættarhöfðingjar réðust á og reyndu að ná
kastalanum undir sig allt fram á 17. öld.
Í
garði sóknarprestsins sést enn þá fyrir rústum
fransiskanaklausturs frá 13. öld.
Sóknarkirkjuna (18. öld) prýðir fagur rómanskur dyraumbúnaður.
Uppi
í Vartrydalnum er "Djöflagil (The Devils Glen), þar sem
áin fossar 30 m niður í Djöflahyl.
Fallegur útivistarstaður með göngustígum. |