Arklow Írland,
Ireland Flag


ARKLOW / INBHEAR MOR
ÍRLAND

.

.

Utanríkisrnt.

Íbúafjöldi 8650.  Inbhear Mor þýðir Breiðiós.  Bærinn liggur við aðalveginn (N11) suður frá Dyflinni og áin Avoca rennur þar til sjávar.

Arklow á sér viðburðaríka sögu.  Því er haldið fram að hl. Patrekur hafi tekið þar land.  Á miðöldum var mikið barizt um yfirráð yfir bænum, sem fékk fyrir vikið ýmsa stjórnendur.  Minnismerki um síðustu orrusturnar þar í uppreisninni 1798 er að finna í katólsku kirkj-unni.

Arklow er sjóbaðstaður með góðum ströndum, góðri bátahöfn og leirkeragerð.  Þar er líka skemmtilegt sædýrasafn.  Við South Strand, handan golfvallarins, er Arklowklettur (gott útsýni) og á honum er heilsulind, Maríubrunnur.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM