Íbúafjöldi
u.þ.b. 12.000. Ceatharlach er írska nafn bæjarins, sem þýðir fjórskipta
vatnið. Hann liggur u.þ.b.
86 km suðvestan Dyflinnar við vegamót N9 og N80.
Þar er margs konar iðnaður, þ.á.m. sykurverksmiðja, sem
vinnur úr sykurrófum, hveitimyllur og maltgerð.
Bærinn var á hernaðarlega mikilvægum stað á mörkum hins
enska Pale og írska hlutans og var því anglo-normönsk virkisborg. Árið 1361 var hún víggirt og síðar margoft umsetin,
hernumin og brennd til grunna. Árið
1798 var bærinn síðast svið blóðugra átaka, þegar 640 írskir
uppreisnarmenn voru felldir þar. Orrustunnar
og þeirra, sem féllu, er minnst með stórum keltneskum krossi við
Kirkjustræti (Church Street), þar sem hinir látnu voru grafnir.
CARLOWKASTALI
(13. öld) er þjóðarminnismerki.
Þangað er farið um Castle Hill Street í gegnum svæði
Corcoran vatnsverksmiðjunnar (leyfi þarf til að fara þar um og
lykil; ekki hægt á laugard. og sunnud.).
Upprunalega var kastalinn ferningslaga, en aðeins stendur eftir
austurhliðin með tveimur sívölum hornturnum.
DÓMSHÚS
(1830) í nýklassískum stíl stendur við gatnamót Athy Road og
Dublin Road.
HÁSKÓLI
hl. Patreks (1793) var einn fyrstu prestaskólanna í Írlandi,
sem Bretar veittu viðurkenningu.
BROWNE
HILL
svæðið, u.þ.b 3 km austan Carlow.
Þar er stærsti dóli í Írlandi, 4000 ára gamall.
Fremri hluti þaksteinsins, sem vegur 100 tonn, hvílir á þremur
uppréttum, en þeir, sem stóðu undir afturhlutanum eru hrundir. |