Bray Írland,
Ireland Flag


BRAY / BRÉ
ÍRLAND

.

.

Utanríkisrnt.

Bri Cualann = Cualahæð.  Bærinn stendur við skjólsæla vík við Írlandshaf á milli Dalkeyhöfða og Bray Head stuttan spöl sunnan Dyflinnar.  Bray er einn elztu og stærstu sjóbaðstaða Írlands og mest sóttur af Dyflinnarbúum.  Vinsælasti staður bæjarins er tveggja km löng strandgatan, Esplanade, sem liggur meðfram sand- og malarströndinni.  Nyrzt við hana er bátahöfnin og syðst er Bray Head, 240 m hár klettur.  Þangað upp liggur Great White Way fram hjá 13. aldar kirkjurúst.  Gönguferðin tekur alls hálfan annan tíma fram og til baka.  Hálfleiðis upp er Arnarhreiðrið, veitingahús, sem hægt er að komast að með stólalyftu á sumrin.  Útsýni er gott frá hæsta punkti höfðans.  Áin Dargle rennur í gegnum bæinn.

Í Bray eru mörg tækifæri til íþróttaiðkana, tennisvellir, golfvellir (9 og 18 holu), sundlaugar, siglingar o.fl.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM