Íbúafjöldi
5000. Inis Coirthe þýðir
Klettaeyja. Bærinn er í
suðausturhorni landsins við aðalveginn frá Dyflinni til Wexford.
Hann stendur á vesturbakka árinnar Slaney.
Báðir árbakkarnir eru
brattir upp frá ánni. Slaney
er skipgeng að bænum og umferð er talsverð á milli hans og Wexford,
sem liggur 24 km sunnar.
Bærinn
byggðist sem markaður og umskipunarstaður í kringum
Enniscorthykastala (1586; endurbyggður). Kastalinn er rétthyrnt virki með
hornturnum.
Þar er nú athyglisvert safn forngripa úr nágrenninu, þ.á.m.
minjar allt frá steinöld.
Dómkirkja
hl. Aidan
stendur á áberandi stað ofan árinnar.
Hún er í nýgotneskum stíl eftir Pugin frá árinu 1840.
Austan
bæjarins rísa Vinegarhæðir (Edikshæðir).
Þar eru rústir vindmyllu.
Gott útsýni. |