Waterford Írland,
Ireland Flag


WATERFORD / PORT LÁIRGE
ÍRLAND

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Íbúafjöldi 40.000.  Stendur nærri sa-hluta landsins við ána Suir, 30 km  frá ósum hennar.  Áin er breið og djúp við bæinn, þannig að þar er góð höfn.  Ýmiss iðnaður er stundaður í W., en helzt er bærinn þekktur fyrir glergerð, sem varð fræg snemma á 19. öld.  Hún var endurvakin árið 1947 og hefur öðlast alþjóðlega viðurkenningu.

Árið 853 settust Danir þarna að og kölluðu bæinn sinn Vadrefjord.  Árið 1170 lagði Strongbow hann undir sig og hann varð annar þýðingarmesti bærinn á varnarlínu anglo-normanna.  Árið 1487, þegar Perkin Warbeck var krýndur í Dyflinni, hélt W. tryggð við brezku krúnuna og Henry VII gaf bænum einkunnarorðin “Urbs intacta manet Waterfordia” sem enn þá má finna í skjaldarmerki hans.  Árið 1649 neyddist Cromwell til að draga sig til baka frá umsátri um bæinn, en herir hans tóku hann næsta ár.  Fjörutíu árum síðar studdi W. James II en gafst síðan upp fyrir William III.

Aðalmerkisstaði Waterford er að finna við aðalgötuna, Quay, sem liggur meðfram ánni, og við hliðargötur.

Skoðunarferð í glerverksmiðjuna Waterford Crystal tekur u.þ.b. 40 mínútur og þær hefjast á hálftíma fresti.  Fólk er leitt í gegnum vinnsluganginn og aðeins er leyft að taka myndir við forláta kristalgosbrunn inni í verksmiðjunni.  Allur skurður er handunninn og listamenn að verki.  Ef einhver mistök verða í skurðinum, er viðkomandi hlutur brotinn og bræddur upp.  Verksmiðjan selur eingöngu fyrsta flokks vöru og í verzlun hennar er hægt að kaupa.  Waterford kristall er þekktur um allan heim og margir þjóðhöfðingjar eiga slíka gripi. *Fyrsta froskinum í Írlandi var sleppt í Waterford.

Eina fjölskyldan í heiminum, sem notið hefur þess heiðurs, að faðir og sonur voru sæmdir Viktoríukrossinum, bjó í Waterford. Það var Robertsfjölskyldan.

*Thomas Francis Meagher, sem valdi þjóðfána Íra, fæddist í Waterford.

Waterford er eina borg Evrópu, þar sem sami maður teiknaði og byggði katólskar- og mótmælendakirkjur.

*Nútímaaðferðir við vinnslu svínaflesks voru þróaðar í Waterford.

Fyrsta gufuskip, sem sigldi fyrir Góðrarvonarhöfða, var byggt í Waterford.  Það hét Zenobia.

*Waterford var fyrst írskra borga, sem umsetnar voru af stórskotaliði.

Waterford var eina borgin, sem ekki var hertekin í umsátri Cromwells.

*Rómversk-katólska dómkirkjan í Waterford er hin elzta í Írlandi.

Um aldir var Waterford önnur mikilvægasta borg Írlands.

*Henry konungur VIII sæmdi borgina Cap of Maintenance.

Reginaldsturninn er eina víkingamannvirkið, sem hefur verið í stöðugri notkun frá því, að það var reist.

*Eini Írinn, sem var í framboði til páfadóms, var Luke Waddin frá Waterford.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM