Írland meira,
Ireland Flag

ÍBÚARNIR LANDIÐ og DÝRALÍF SAGAN 1
SAGAN 2
SENDIRÁÐ og RÆÐISMENN

ÍRLAND
MEIRA


.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Landafræði:  Vesturströnd landsins liggur fyrir opnu Atlantshafinu.  Víðast er það fjöllótt og hæðótt með ströndum fram en lág- og flatlendara inni í landi.

Loftslagið er svipað hinu íslenzka að mörgu leyti.  Írland er úrkomu- og næðingssöm eyja, þótt meðalhitinn sé öllu hærri en heima hjá okkur.  Írar eru ekki með öllu lausir við snjó á veturna.

Íbúafjöldinn er í nánd við 3,7 milljónir.  Tæplega 70% þeirra búa í þéttbýli.

Tungumálið er í flestum tilfellum enska nú á dögum, þótt gelíska sé opinberlega viðurkennd sem fyrsta mál.  Írska enskan er eins og falleg tónlist í eyrum margra.  Einu Írarnir, sem tala gelísku af einhverju viti enn þá, búa flestir í vesturhluta landsins.

Hátíðisdagar eru 13 í Írska lýðveldinu og 12 á Norður-Írlandi.

Trúarbrögð.  Rómversk-katólsk trú er útbreiddust.

Iðnaður.  Írar hafa lengst af byggt afkomu sína á landbúnaði.  Gífurlegur hagvöxtur í landinu undanfarin fá ár er einkum að þakka örri iðnvæðingu á hátæknisviði.

Stjórnmálaflokkar eru þrír:  Fianna Fáil, Fine Gael og Verkamannaflokkurinn.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM