Írland landiđ og dýralíf,
Ireland Flag


ÍRLAND
LANDIĐ og DÝRALÍF

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Inn til landsins eru kalksteinssléttur međ víđáttumiklum heiđum, óteljandi vötnum og lágum hćđadrögum.  Shannon vatnakerfiđ nćr til fimmtungs landsins.  Strandhéruđin eru allólík innhéruđunum.  Ţar eru tiltölulega lág fjalllendi af mismunandi toga.  Í suđurhlutanum eru ţau úr rauđum sandsteini, sundurskorin af árdölum, sem víđast eru skógi vaxnir.  Hćsti tindur landsins er Carrantuohćđ, 1041m.  Í Connemara, Mayo og Donegal er ađalsteintegundin granít, stundum huliđ kvartsíti.  Einkennandi fyrir ţessi svćđi eru berar, keilulagađar hćđir, sem rísa stakar upp af sléttunni.  Blágrýti hylur mestan hluta na-hlutans.  Wicklowfjallgarđurinn er ađ mestu úr graníti.  Jarđfrćđingar og grasafrćđingar hafa mestan áhuga á karstlandslaginu í Burren nćrri vesturströndinni í Clarehreppi.

Strandlengjan er 3170 km löng.  Lítiđ er eftir af skógunum, sem ţöktu landiđ smám saman eftir ísaldirnar tvćr.  Mest var um eik, beyki, birki og hesliviđi.  Í skógunum lifđi elgs-tegund, sem nú er útdauđ.  Horn hennar hafa fundizt í mýrum og myndir af ţeim prýđa nokkra írska kastala, s.s. Bunratty og Adare Manor.  Skógrćkt hefur veriđ í gangi um skeiđ međ stuđningi ríkisstjórnarinnar.  Mest hefur veriđ gróđursett af Sitkagreni, sem hefur ekki dafnađ nógu vel.  Margar lauftrjátegundir dafna aftur á móti vel eins og víđa s
ést.  Trjátegundir úr temprađa- og hitabeltinu dafna ágćtlega í skemmtigörđum, einkum í sv-hlutanum, sem er hlýjastur.  Í mýrlendi og í grunnum jarđvegi vaxa ađallega ýmsir mosar, fléttur og lyng, sem blómstrar gulum blómum á sumrin.  Írska sveitalandslagiđ er einkum beitilönd í flestum tónum grćna litarins.  Rćktanlegt land er ađeins ađ finna á austurströndinni og inn til landsins, einkum í Tipperaryhreppi.

Ekki er margar dýrategundir ađ finna á Írlandi, ţótt ţar sé mikiđ um fugla.  Í mýrunum má heyra til spóa og hrossagauka og lćvirkinn lćtur líka til sín heyra.  Tjaldurinn flytur sig frá ströndinni inn í land, ţar sem hann finnur nćgilegt vatn.  Mávar og svartfugl hreiđra um sig í klettum viđ strönd Atlantshafsins og stundum má sjá lunda.  Toppskarfar sveima međ ströndinni og súlur steypa sér í leit ađ fćđu.  Stormsvölur og fýlar eru sjaldgćfari.  Ár, vötn og lón eru oft mórauđ af leir en ekki menguđ og í ţeim er mikiđ af  laxi og silungi.  Nýjustu vatnafiskarnir eru gedda og regnbogasilungur.  Međ ströndum fram má sjá margar tegundir sela.

 TIL BAKA        Ferđaheimur - Garđastrćti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM