Írland Sagan I,
Ireland Flag


ÍRLAND
SAGAN

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Steinöld (7000-2000 f.Kr.).  Fyrstu landnemarnir komu til Írlands.  Þeir byggðu steingrafir.

7000 f.Kr.  Elztu mannvistarleifar eru frá þeim tíma.  Álitið er að fyrstu landnemarnir hafi komið frá Skotlandi og setzt fyrst þar að, sem heitir Antrim í na-hluta landsins og breiðzt út þaðan.  Þeir lifðu veiðimannalífi.

4000 f.Kr.  Önnur bylgja landnema. Farið að ryðja land og íbúarnir snúa sér að landbúnaði og hjarðlífi.

3000 f.Kr.  Fyrstu steingrafirnar gerðar.

Bronsöld (2000 - 500 f.Kr.)  Farið að búa til verkfæri og vopn úr málmi.

700 f.Kr.  Málmaxir, hnífar og sverð og í lok bronzaldar, stórir pottar, skildir og horn.

Járnöld (500 f.Kr. - 400 e.Kr.).  Gelískt og keltneskt fólk kom til Írlands.  Mörg virki voru byggð.  Landinu var stjórnað af konungum.  Járnvopn tóku við af bronzvopnum.

Eftir 500 f.Kr.  tók fólk af ýmsum stofnum að flytjast til Írlands frá meginlandinu, flæma íbúana (drúída) brott og kúga þá.  Næstu aldir ríkti skeið rána og manndrápa og íbúarnir leituðu skjóls öflugum virkjum.  Írlandi var skipti í 4 héruð.  Þjóðin skiptist í þrjár stéttir:  Presta (drui), hermenn og smábændur.   Yfirkonungur (Rí-ruiech), undirkonungur (ruirí) og lægst setti konungur (rí), riddarar af aðalsættum (flaithí) voru verndarar aes dána (lista-manna og lærðra manna, s.s. skálda, lækna og lögfræðinga).  Fjölskyldan (derb-fine): fjögurra kynslóða fjölskylda, sem átti land, sem gekk í erfðir.

400-1170 e.Kr.   Tími snemmkristni.  Margir Írar létu skírast og fjöldi klaustra reis.  Víkingar rændu og rupluðu og settust að en voru síðan reknir brott.

432.  Írskir sjóræningjar tóku heilagan Patrek og fluttu hann til Írlands sem þræl.  Hann slapp en snéri síðar aftur til Írlands og kristnaði landið.

5. - 9. aldir.  Eftir dauða hl. Patreks var fjöldi klaustra stofnaður.  Þau stækkuðu og urðu áhrifameiri á 6. öld.  Margir munkar fóru að heiman og boðuðu kristna trú í Skotlandi, Englandi og á meginlandinu.

800.  Árásir víkinga, sem komu sér fyrir á austurströnd landsins og stofnuðu borgir (Dyflina, Wexford, Waterford o.fl.).  Þeir kenndu Írum að smíða skip.

1014.  Orrustan við Clontarf nærri Dyflinni.  Víkingar og bandamenn þeirra biðu ósigur fyrir Írum og æðsta konungi þeirra, Brian Boru, sem týndi lífi í orrustunni.  Þessi sigur losaði Íra undan yfirráðum víkinga.

1170 - 1534.  Normannaskeiðið.  Afkomendur normanna, sem komu til Bretlands með Vilhjálmi sigurvegara árið 1066 réðust á Írland frá stöðvum sínum í Wales og lögðu undir sig mikið land.  Henry II, Englandskonungur, veitti normönnskum barónum lén í Írlandi og írskir höfðingjar sóru honum hollustueiða.  Normannar leyfðu Írum búsetu á ákveðnum svæðum í V.- og N.-Írlandi en héldu sjálfir miklu landi, sem þeir kölluðu Pale og byggðu mikla kastala til að verja það.  Þeir stofnuðu fjölda klaustra fyrir nýju klausturreglurnar og settu enska ábóta yfir þau.  Borgir risu inni í landi og urðu markaðsmiðstöðvar og stjórnsetur.

1261.  Orrustan við Calann nærri Kenmare var fyrsta táknið um árangursríka andstöðu Íra gegn normönnum.

1348-50  dró úr veldi normanna vegna svarta dauða.

15. öld.  Enn dró úr veldi normanna.  Ný þjóðernisvakning meðal Íra fyrir tilstuðlan tveggja normannskra fjölskyldna, Geraldine og Butler, sem ríktu í Írlandi síðari hluta aldarinnar.

1534-1782.  Brezk yfirráð.  Tengsl Írlands við Bretland urðu æ meiri og lífsskilyrði Íra versnuðu stöðugt.  Silken Thomas, af Geraldine-fjölskyldunni, var tekinn af lífi 1534.

1535.  Henry VIII sleit sambandinu við páfastól.  Klaustur lögð niður.

1650-1700.  Elísabet I (1558-1603) hélt áfram að kúga Íra, sem voru flestir katólskir.

1598.  Eftir áralanga baráttu og andspyrnu gegn Englendingum sigraði Hugh O'Neill þá í orrustunni við Gulavað.

1601-03.  Írar biðu ósigur í orrustunni við Kinsale.

1606.  Írsku lögin, Brehon law, afnumin af Bretum.

1607.  Flótti jarlanna.  Þrír aðalleiðtogar Ulster, O'Neill, O'Donnell og Maguire, flúðu til meginlandsins.

1608.  Mið- og vesturhlutar Ulster, sem voru síðustu vígi írsku andspyrnuhreyfingarinnar, afhent skozkum og enskum mótmælendum til byggðar.  Landið var tekið eignarnámi af Írum.  Til þessara atburða má rekja núverandi óöld í N-Írlandi.

1649.  Oliver Cromwell bældi miskunnarlaust niður írska uppreisn gegn mótmælendum.  Katólski konungurinn, James II (1685-88), reyndi að endurvekja katólskuna í Englandi en mætti grimmilegri mótspyrnu.  Hann reyndi að efla stöðu sína með styrk Íra.

1690.  Orrustan við Boyne.  Þar var sigraði Vilhjálmur af Orange (William III, konungur frá 1689; hann var mótmælendatrúar) James II.

18. öld.  Kúgunin jókst.  Sérstök hegningarlög sett til höfuðs katólskum Írum.  Margir fluttu til Bandaríkjanna.  Fátækt innfæddra Íra speglaðist í ríkidæmi Anglo-Íra.

1782-1800.  Stutt skeið talsverðs sjálfstæðis og eigin þings.

1800.  Sambandslögin gerðu kleift að stofna sameiginlegt þing fyrir Stóra-Bretland og Írland.  Það kom saman í Westminster.  Írar áttu fulltrúa í fulltrúa- og lávarðadeildum.

1801.  Hinn 1. janúar gengu sambandslögin í gildi.  Ríkir landeigendur fluttu frá Írlandi og sviptu Írland miklu af efnahagslegum styrk sínum.

1829.  Daniel O'Connel, leiðtogi írsku katólsku millistéttarinnar, kosinn á þing.  Hann tryggði katólskum aðgang að opinberum stöðum.  Markmið hans var að sundra sameigin-legu þingi Stóra-Bretlands og Írlands.

1845-49.  Geysileg hungursneyð vegna kartöfluuppskerubrests.  Á aðra milljón Íra svalt í hel og fólk flutti unnvörpum til Bretlands og Bandaríkjanna.

1848.  Stjórnmálaflokkurinn "Unga Írland" gerði tilraun til að stofna írskt lýðveldi en mistókst, einkum vegna magnleysis hungursvofunnar.

1858.  Innfluttir Írar í Bandaríkjunum stofnuðu „Írska lýðveldisbræðralagið", leynifélag, sem hafði það að markmiði, að koma á lýðveldi í Írlandi með valdi.

1879.  Þjóðarbandalagið stofnað af Michael Davitt.  Það hafði að markmiði, að tryggja sanngjarna leigu og eignarland fyrir írska leiguliða.  Charles Stuart Parnell kosinn á þing árið 1875 barðist fyrir heimastjórn og sjálfstæði Írlands innan brezka heimsveldisins.

1885.  var Parnell viðurkenndur leiðtogi Íra, en lávarðadeild brezka þingsins þæfðist fyrir frumvarpi um sjálfstætt írskt þing eftir að fulltrúadeildin hafði samþykkt það.  Flestir mót-mælendur í N-Írlandi voru mótfallnir heimastjórn.

1893.  Stofnun gelíska bandalagsins, sem hafði þá stefnu að endurvekja gelíska tungu og menningu.

1905.  Stofnun Sinn Féin (Við sjálfir), sem barðist fyrir stjórnmálalegu og efnahagslegu sjálfstæði Íra með friðsamlegri mótspyrnu.

1912.  Fulltrúadeild brezka þingsins samþykkti heimastjórnarfrumvarp í kjölfar árekstra milli Breta og Ulster annars vegar og írskra þjóðernissinna hins vegar.  Samkvæmt frum-varpinu mátti lávarðadeildin fresta gildistöku laganna til 1914.  Mótmælendur í Ulster óttuðust að það yrði að lögum og stofnuðu her sjálfboðaliða til að hindra það með valdi, ef þörf yrði á.

1913.  Sjálfboðaliðaher stofnaður í Dyflinni til að styrkja kröfuna um heimastjórn.

1914.  Upphaf fyrri heimsstyrjaldarinnar. Nýtt frumvarp um heimastjórn samþykkt.  Þar var fyrirvari fyrir íbúa N-Írlands.  Þeim var gefinn kostur á, að verða áfram hluti af Írlandi eða samveldinu.  Vegna heimstyrjaldarinnar komst það ekki til framkvæmda.

1916.  Hinn 24. apríl hófst páskauppreisnin.  Á meðan Bretar voru að berjast í Frakklandi lýstu írsku sjálfboðaliðarnir og borgaraherinn með stuðningi Feniansamtakanna yfir lýðveldi í Dyflinni.  Brezkar hersveitir bældu uppreisnina niður og handtóku marga leiðtoga hennar og tóku þá af lífi.

1918.  Sinn Féin flokkurinn fékk meirihluta í almennum kosningum gegn heimastjórnarflokknum.  Bretar sáu um kosningarnar.

1919.  stofnuðu írskir þingmenn á brezka þinginu eigið þing, Dáil Érieann, og lýstu yfir sjálfstæði Írlands.  Þeir stofnuðu bráðabirgðastjórn, undir forsæti Eamon de Valera (1882-1975).

1919-1921.  Tilraun Breta til að koma í veg fyrir sjálfstæði Írlands leiddi til blóðugrar borgarastyrjaldar, sem írski lýðveldisherinn (IRA) háði fyrir Íra.

1920.  Þingið samþykkti lög um ríkisstjórn Írlands.  Þau gerðu ráð fyrir tveimur sjálfstjórnarríkjum í Írlandi, einu á svæði mótmælenda í N-Írlandi og öðru í hinum hluta landsins.

1921.  Hinn 6. desember undirrituðu brezka ríkisstjórnin og hófsamir leiðtogar sjálfstæðishreyfingar Íra (Arthur Griffith og Michael Collins) samkomulag um Írska fríríkið (Saorstát Éireann).

1922.  Hinn 7. janúar staðfestu Írar samninginn.

Írska fríríkið og írska lýðveldið

1922.  varð Arthur Griffith (f. 1871) fyrsti forsætisráðherra Íra en hann lézt í ágúst sama ár.  Við tók William Thomas Gosgrave (1880-1965) og sat til 1932.

1922-23.  Andstæðingar samningsins efndu til vopnaðrar mótspyrnu gegn ríkisstjórninni.  Hún var bæld niður með miklu mannfalli.

1923.  stofnuðu fylgjendur samningsins flokkinn "Cumann na nGaedheal", sem síðar sameinaðist mörgum minni samtökum í flokknum Fine Gael (Írska fjölskyldan).

1926.  Andstæðingar samningsins undir forustu Eamon de Valera stofnuðu flokkinn Fianna Fáil („Forlagabræður").

1932.  Eftir kosningasigur Fianna Fáil varð Eamon de Valera forsætisráðherra (til 1948).

1937.  Hinn 29. desember gekk ný stjórnarskrá í gildi.  Þar var Írland lýst sjálfstætt lýðveldi undir nafninu Eire.  Í henni var líka gert ráð fyrir kosningu forseta landsins. 

1939-45.  Írland var hlutlaust í síðari heimsstyrjöldinni.

1948.  Fianna Fáil beið ósigur í kosningum og formaður Fine Gael flokksins, John Aloysius Costello (1891-1976) varð forsætisráðherra í samsteypustjórn.

1949.  varð Írland að lýðveldi (Poblacht na hÉireann) og sagði skilið við brezka samveldið.

1955.  varð Írland aðili að Sameinuðu þjóðunum.

1963.  heimsótti John F. Kennedy Bandaríkjaforseti Írland og var vel fagnað.

1973.  varð Írland aðili að EBE.

1979.  Mikil fólksfjölgun í landinu og tæplega 10% atvinnuleysi.  Jóhannes Páll páfi kom í heimsókn og bað fyrir Írum og lokum ofbeldis og óaldar í norðurhluta landsins.

1980.  Brezki forsætisráðherrann, Margaret Thatcher, og írski starfsbróðir hennar, Charles Haughey, hittust í Dyflinni til að ræða hungurverkfall IRA-fanga í Belfast (það hófst 27. okt.).  Haughey barðist fyrir sameiningu Írlands.

1982.  Hinn 14. desember varð Garret FitzGerand (f. 1926) forsætisráðherra samsteypu-stjórnar Fine Gael og verkamannaflokksins.  Aðalmarkmið ríkisstjórnarinnar var að koma efnahag ríkisins á réttan kjöl.

1984.  kom Ronald Reagan, Bandaríkjaforseti, heimsótti Ballyporeensókn, þaðan sem hann taldi sig upprunninn.  Fjölskylda hans þar ber nafnið Regan.  Forustumenn ríkisstjórna EBE héldu fund í Dyflinni.

1985.  ákvað írska þingið með litlum meirihluta takmarkaða notkun getnaðarvarna.  Þetta var í fyrsta skipti í sögunni, að ríkisstjórn veitti rómversk-katólsku kirkjunni mótstöðu með árangri.  Hinn 16. nóvember undirrituðu forsætisráðherrar Breta og Íra, Thatcher og FitzGerand,  Hillsborough samkomulagið, sem tókst að berja saman eftir langar leynilegar samningaviðræður.  Samkomulagið gerði ráð fyrir stofnun ráðherraráðs í Belfast og tíðum fundum írskra og brezkra ráðherra og embættismanna til að ræða málefni Norður-Írlands með það fyrir augum að auka baráttu gegn hryðjuverkum.

1986. undirritaði írski dómsmálaráðherrann samkomulag Evrópuráðsins um baráttu gegn hryðjuverkum.

NORÐUR-ÍRLAND - NÝLEG SAGA 

1920.  stofnuðu 6 hreppar í Ulster, þar sem bjuggu að mestu mótmælendur, til aðildar að Stóra-Bretlandi.  Norður-Írland fékk eigin ríkisstjórn, Stormont, og eigið þing.

1969.  Spenna milli mótmælenda og katólskra leiddi til ítrekaðra ofbeldisverka.  Írski lýðveldisherinn tók vaxandi þátt í baráttunni og varnarsamtök Ulster (UDA) voru stofnuð af mótmælendum.  Írski lýðveldisherinn klofnaði í hinn opinbera arm, sem krafðist sameinaðs, sósíalsks Írlands, og þjóðernisarm, sem reyndi að gera N-Írland að hluta írska lýðveldisins með valdi.

1973.  samþykktu Írar og Bretar að stofna Frelsisráð Írlands.

1976.  Friðarsamtök kvenna stofnuð.  Í þeim voru bæði mótmælendur og katólskir.  Stofnendur voru Betty Williams og Mairead Corrigan.

1980.  Í oktober hófu IRA-fangar í Maze-fangelsinu í Belfast hungurverkfall.

1981.  Í maí lézt IRA-hryðjuvekamaðurinn Bobby Sands eftir 66 daga hungurverkfall.  Fleiri dóu í kjölfarið.

1981.  Í oktober létu IRA-menn af hungurverkfallinu án þess að koma aðalkröfum sínum fram, en þær voru að fá viðurkenningu sem pólitískir fangar.

1984.  11. - 12. okt. sprakk geysiöflug sprengja í Grand-hótelinu og drap félaga úr brezka íhaldsflokknum á landsfundi flokksins.  IRA lýsti sig ábyrgt.

1985.  Í febrúar réðist IRA á lögreglustöð í Newry með sprengjuvörpum og drap 9 manns.

1985.  Í nóvember börðust mótmælendur með ofbeldi gegn Hillsborough samkomulaginu.  Ian Paisley, leiðtogi sambandsinna og fleiri sama sinnis gengu út af þingi, þegar það sam-þykkti samkomulagið.  Þetta leiddi til aukakosninga, þar sem þeir hlutu endurkosningu.

1985.  Þúsundir verkamanna í skipasmíðastöðvum mótmæltu Hillsborogh samkomulaginu.

1986.  Mótmælin magnast.  Í marz var sólarhrings allsherjarverkfall og ofbeldisverk voru framin um páskana.  Átök milli mótmælenda og lögreglu.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM