Danmörk,
[Flag of Denmark]

FÆREYJAR GRÆNLAND NORÐURSJÓR Meira

DANMÖRK
.

.

Utanríkisrnt.

SENDIRÁÐ ÍSLANDS

Booking.com

SpyMaps CIA Denmark travel

Danmörk nær yfir Jótlandsskaga og rúmlega 400 eyjar austan hans.  Heildarflatarmálið er 43.094 km²  (Jótland 29.770 km², Sjáland 7.440 km² og Fjón 2.980 km²).  Íbúafjöldinn var u.þ.b. 5,3 milljónir árið 2000.  Höfuðborgin, Kaupmannahöfn á Sjálandi, er stærst.  Næststærsta borgin, Árhús, er á Jótlandi.  Landamærin að Þýzkalandi eru 68 km löng en að öðru leyti er landið umlukt hafi, Norðursjó, Skagerak, Kattegat og Eyrarsundi.  Eystrasaltið sleikir stendur eyjarinnar Bornholms.

Landið er fremur lítið og íbúafjöldinn ekki mikill.  Samt sem áður á þjóðin drjúgan þátt í sögu Evrópu, ekki sízt í endurmótun hennar á víkingatímanum.  Danska konungdæmið náði yfir norðvesturhluta Evrópu á miðöldum á tímum Kalmarsambandsins.  Síðar þróuðust viðskipti við önnur lönd og álfur í samræmi við farkosti hvers tíma.  Framlag Danmerkur til menningar heimsins er m.a. mannvænt þjóðfélagskerfi og friðsamlegar aðferðir til lausnar vandamála.

.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM