Óðinsvé
er höfuðborg Fjónshéraðs um miðbik Danmerkur og hafnarborg á Fjóni.
Hún er mikilvæg viðskipta og flutningahöfn, sem tengist Óðinsvéafirði
með djúpum skipaskurði. Helztu
framleiðsluvörur borgarinnar eru vélbúnaður, málmvörur, farartæki,
gler, matvæli og textílvörur. Borgin
á sér sögu allt frá 10. öld. Áhugaverðir
staðir: Kirkja heilags Knúts
(13. öld; fyrsta gotneska kirkja í Danmörku) og Vorfrúarkirkja (12.
öld). Rithöfundurinn Hans
Christian Andersen fæddis í Óðinsvéum.
Áætlaður íbúafjöldi árið 1988 var 174 þúsund.
Óðinsvé
er
vinabær Kópavogs. |