Færeyjar,

[Flag of Denmark]

  Íbúarnir    

FÆREYJAR
.

.

Utanríkisrnt.

 

Færeyjar eru eyjaklasi milli Íslands og Shetlandseyja.  Þær eru hluti danska konungsríkisins, en íbúarnir hafa heimastjórn.  Byggðar eyjar eru 17 og auk þeirra eru margar smáeyjar og sker.  Heildarflatarmál þeirra allra er u.þ.b. 1396 km².  Stærstar eru Straumey, Austurey, Vogar, Suðurey, Sandey, Borðey og Svíney.  Höfuðborgin er Þórshöfn á Straumey.  Íbúafjöldinn 1. des. 1999 var u.þ.b. 45.000, þar af 15.000 í Þórshöfn.

Eyjarnar ná yfir svæði, sem er 113 km langt frá suðri til norðurs og 75 km breitt frá vestri til austurs.  Strandlegja eyjanna er u.þ.b. 1100 km löng.  Fjarlægðir til nágrannalanda:  Til Íslands 450 km, Noregs 675 km, Shetlandseyja 300 km og Aberdeen 580 km.  Ferðatími með ferju frá Hanstholm í Danmörku u.þ.b. 37 klst. Með flugi frá Kaupmannahöfn/Billund u.þ.b. 2 klst.

.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM