Færeyjar Vogar Mykines,
[Flag of the Faroe Islands]


VOGAR - MYKINES
FÆREYJAR

.

.

Utanríkisrnt.

 

Vogar er ein Vestureyjanna og flugvöllurinn er þar.  Nærri honum er stærsta stöðuvatn eyjanna, Syðravogsvatn.  Við suðurenda þess fossinn Bösdalafoss.  Þar í grenndinni er brattur Þrælahöfðinn og margir fallegir staðir.  Nærri norðurströndinni er annað stöðuvatn, Fjallavatn.  Þar er fagurt umhverfi og talsverð veiði í vatninu.  Í mynni Syðrivogs eru tvær fallegar eyjar, Tindhólmi og Gæsahólmi.  Þangað er hægt að komast í litlum bátum.  Bærinn Miðvogur státar af safni í 17. aldar húsi, Kálfahlíð, sem færeyski rithöfundurinn Jörgen Frantz Jakobsen gerði frægt í skáldsögu sinni Barbara.  Í Sandvogskirkju er að finna rúnastein, sem rakinn er til fyrsta landnámsmannsins þar.  Hann hét Þorkell Ögmundsson. Gönguleiðin meðfram Syðravogsvatni til Bösdalafoss er u.þ.b. 7 km löng. Gönguleiðin frá Vatnseyrum til Fjallavatns er u.þ.b. 4 klst. löng. Skoðunarferðir í Miðvogi og Sandavogi eru bæði farnar gangandi eða akandi.  Á milli voganna eru niðursuðuverksmiðja og skinnaverksmiðja. Safnið í Kálfahlíð er skoðunarvert. Byggðasafnið í Syðravogi er skoðunarvert.

MYKINES er smáeyja vestan Syðravogs.  Hún er þekkt fyrir fuglabjörgin og fjörugt fuglalíf.  Þar þýðir ekki að reyna lendingu nema í góðu veðri, þannig að eyjan er oft sambandslaus í marga daga í einu.  Ferðamenn, sem ætla til Mykiness, ættu að ráðgera dvöl í Vogum til að sæta lags, ef þeir ætla þangað með ferjunni.  Þyrluflug er hinn kosturinn, sem oft er nýttur, þegar ferjan getur ekki lent.  Ferðamálaráð Færeyja annast undirbúning skoðunarferða með leiðsögu um eyjuna og Mykineshólmann.

Vogar er vinabær Akureyrar.


.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM