Færeyjar loftslag dýralíf,
[Flag of the Faroe Islands]

 


LOFTSLAG og DÝRALÍF
FÆREYJAR

.

.

Utanríkisrnt.

Úthafsloftslagið á eyjunum er milt.  Hitabreytingar eru tiltölulega litlar og þoka og úrkoma setja svip sinn á það.  Meðalársúrkoma er 1500 mm.  Hlýr straumur Norður-Atlantshafsins heldur höfnum íslausum.  Náttúruleg flóra eyjanna byggist aðallega á mosa, grasi og mýragróðri.  Skógar þrífast illa vegna öflugra vestanvinda og hvassviðris, en harðgerðar trátegundir hafa verið gróðursettar á skjólsælum stöðum.

Froskar, slöngur og snákar og villt spendýr fundust ekki á eyjunum, þegar þær voru numdar, en hérar, rottur og mýs bárust með skipum til landsins.  Fuglalífið er fjörugt, einkum sjófuglar, s.s. lundi og æðarfugl, sem eru nytjaðir.


.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM