Færeyjar Sagan,
[Flag of the Faroe Islands]


SAGAN
FÆREYJAR

.

.

Utanríkisrnt.

 

Íbúar Færeyja eru langflestir afkomendur landnámsmannanna frá Vestur-Noregi.  Þeir hófu landnám í Færeyjum á 9. öld.  Líkur eru leiddar að því, að Færeyjar hafi verið byggðar írskum munkum og einsetumönnum áður en norska landnámið hófst en ekki hefur tekizt að styðja þær kenningar með fornleifafundum.  Kristnin var lögtekin árið 999.  Færeyjar urðu hluti af Noregi árið 1035.

Noregur, ásamt öðrum Norðurlöndum, sameinaðist Danmörku í Kalmarsambandinu árið 1380.  Danir réðu Færeyjum eftir það, jafnvel eftir 1814, þegar Noregur féll undir Svíþjóð.


Danska einokunarverzlunin var afnumin 1856 og Færeyingar fengu leyfi til frjálsrar verzlunar.  Í framhaldi af því varð fiskveiðifloti Færeyinga smám saman öflugri og fiskveiðar og vinnsla hafa verið aðalatvinnugrein landsins síðan.

Á síðari hluta 19. aldar óx þjóðernishreyfingunni fiskur um hrygg.  Fyrsti stjórnmálaflokkurinn var stofnaður 1906.

Bretar hernámu Færeyjar 1940 og skildu þær frá Danmörku, sem Þjóðverjar hersátu.  Bretar viðurkenndu fána Færeyinga, Merkið, árið 1940.

Heimstjórnarlögin tóku gildi 1948.  Þau gerðu Landsþinginu og framkvæmdavaldinu, Landsstjórninni, kleift að ráða ýmsum innri málum, s.s. skatta- og tollamálum, póstþjónustunni, skipaskráningu o.fl. þ.h.

Sem hluti Danaveldis eru Færeyjar beinir og óbeinir aðilar að flestum alþjóðasamþykktum og stofnunum.  Færeyingar eru ekki aðilar að Evrópusambandinu
.


.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM