Færeyjar Sandey Skúfey,
[Flag of the Faroe Islands]


SANDEY - SKÚFEY
FÆREYJAR

.

.

Utanríkisrnt.

 

SANDEY er fremur stór eyja sunnan Straumeyjar.  Hún er láglendust eyjanna og státar af góðum sandströndum við Sand og Húsavík.  Hæsta fjallið er aðeins 479 m hátt og landslagið er hæðótt og ávalt að vesturströndinni, sem er þverhnípt með mörgum fuglabjörgum.  Vel veiðist í mörgum litlum vötnum og veiðileyfi fást hjá landeigendum.  Strandlengjan við hina óbyggðu Söltuvík er afarfögur og tímalaus.  Þangað liggur mjór vegur frá Sandi.  Göngutíminn um þessar fallegu slóðir er 1½ tími hvora leið.  Eyjan hefur verið byggð frá landnámi Norðmanna og kirkjan á Sandi var byggð á grunni fyrri kirkna þar.  Hin fyrsta var byggð árið 1000 en núverandi kirkja er hin sjötta í röðinni.  Húsavík er á austurströndinni.  Þar hefur verið byggð allt frá landnámi og í þorpinu eru rústir af fornu óðali.  Á Breyt er gamalt hús með moldargólfi, opnu eldstæði og þakopi, sem var búið í fram á hin síðustu ár.  Þorpin Dalur og Skarfanes eru ekta færeysk og falla vel inn í landslagið.

SKÚFEY með samnefndu þorpi er nokkrum kílómetrum suðvestan Sands.  Vesturströnd eyjarinnar er þverhnípt og byggð þúsundum sjófugla.  Reglulegar samgöngur með ferju milli Sands og Skúfeyjar.


.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM