Suðurey er syðst Færeyja
og kunn fyrir fallegt landslag, sem ljósmyndarar kunna vel að meta.
Hálftíma akstursvegalengd frá þorpinu Vogi er Skúfanes og
Hesturinn á leiðinni til Sumba. Þaðan
er geysifagurt útsýni meðfram þverhníptri strandlengjunni og vegurinn
liggur steinsnar frá bjargbrúnunum.
Sandvík er lítið og fallegt þorp við botn grunnrar víkur.
Mjór vegur til vesturstrandarinnar býður upp á fallegt umhverfi
og iðandi fuglalíf. Sunnan
þorpsins Hvalba eru kolanámur. Þorpið
Fámjin er á vesturströndinni. Í
þorpskirkjunni er hinn upprunalegi fáni Færeyja, Merkið.
Hann var gerður árið 1919 en ekki opinberlega viðurkenndur fyrr
en 1940. Stutt ganga er að Kirkjuvatni, sem býður upp á kyrrð og fegurð.
Skammt vestan bæjanna Vogs og Hvalba, frá Vogseiði og Hvalbiareiði,
er fagurt útsýni meðfram þverhníptum björgum vesturstrandarinnar.
Fiskvinnsla er á
Þvereyri, í Vogi og Hvalba. Stangveiðimenn geta veitt í litlum vötnum og með ströndum
fram. Óþjálfuðu fólki er
ráðið frá fjallgöngum vegna þess, hver fjöllin eru brött og stórsteinótt.
Eyjan er vel fallin til rútuferða. Akraberg
er syðsti oddi Færeyja. Þar
er viti. Hesturinn og Skúfanes bjóða upp á stórkostlegt útsýni.
Ryskidalur, norðvestan Vogs, býður upp á fallegt stöðuvatn og
umhverfi. Öravík Fámjin: Dásamlegt
útsýni frá Öraskarði. Vogseiði er vestan Vogs. Hvalbiareiði er
vestan Hvalba: Fagurt
umhverfi og rústir gamalla verbúða. |