Esbjerg Danmörk,
[Flag of Denmark]


ESBJERG
DANMÖRK

.

.

Utanríkisrnt.

 

Esbjerg er hafnarborg við Norðursjó á Suðvestur-Jótlandi í Ribehéraði rétt norðan þýzku landamæranna.  Esbjerg er talsverður fiskibær og miðstöð útflutnings landbúnaðarafurða (kjöt og mjólkurvörur), einkum bragðmikilla osta, sem eru framleiddir í nágrenni borgarinnar.  Esbjerghöfn er hin stærsta á vesturströndinni.  Hún var byggð á árunum 1868-74.  Í síðari heimsstyrjöldinni gerðu bandamenn loftárásir á borgina.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1988 var 82 þúsund.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM