Hanstholm Danmörk,
[Flag of Denmark]

Skoðunarverðir staðir      

HANSTOLM
DANMÖRK
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Luftfoto - havnen 99Saga Hanstholm er nátengd hafinu.  Allt frá steinöld hefur fólk búið á þessu landsvæði, sem var eitt sinn eyjan Hanstholmen, sem þjóðsagan segir að hafi heitið Hanzkahólmi og eldri borgarar kalla enn þá Hantholm.  Sjósókn og landbúnaður hafa ætíð haldizt í hendur í Hanstholm, sem var verstöð með nokkrum húsum efst á eyjunni fram á síðari tíma.

Árið 1917 var ákveðið að byggja höfn á Hanstholm.  Áætlað var að þar risi byggð með 20.000 íbúum en bærinn hefur ekki enn þá náð því marki.  Þrátt fyrir háleit markmið, urðu íbúarnir að bíða í 50 ár eftir höfninni, því að hún var ekki vígð fyrr en 1967.  Jørgen Fibiger kom til bæjarins 1924 og hóf skipulag hafnarinnar.  Verkinu miðaði ákaflega hægt vegna heimskreppunnar og lítilla fjárveitinga. 

Þjóðverjar hernámu Hanstholm 10. apríl 1940 og breyttu bænum í virki.  Allur undirbúningur hafnarbyggingarinnar stöðvaðist og hófst ekki aftur fyrr en á sjöunda áratugnum.  Lögin um hafnarframkvæmdirnar voru samþykkt einróma og verkið hófst á ný.  Bærinn þróaðist í nútímaátt eftir að höfnin var tekin í notkun 1967 og árið 1997 var farþegahöfnin tekin í notkun.  Nú er Hanstholm nútíma iðnaðar- og verzlunarbær með fremstu fiskihöfn landsins og u.þ.b. 2600 íbúa.

Þrátt fyrir þróun í nútímaátt, svífur gamli frumbýlingsandinn enn þá yfir vötnunum.  Samhyggðin og ákveðni bæjarbúa, sem gerði höfnina að veruleika, ríkir enn þá meðal þeirra, sem vinna stöðugt að umbótum á ýmsum sviðum og aukinni þjónustu við gesti sína.  Í miðbænum er stór verzlanaklasi með torgi í miðju og u.þ.b. 30 verzlunum á flestum sviðum.  Niðri við höfnina eru líka nokkrar verzlanir og sumar þeirra binda afgreiðslutíma sinn við komu ferjunnar Norröna.

Iðnfyrirtæki bæjarins eru við höfnina eða á iðnaðarsvæðinu austan bæjarins.  Ríkið á stóran hluta af vesturströnd Thy og mestan hluta landsins, sem bærinn stendur á.  Það er bannað að byggja sumarbústaði í Hanstholm og umhverfis bæinn er sandfok hindrað með landgræðslu og hluti landsins er alfriðaður til verndar villtum dýrum.

Höfnin þjónar bæði fiskiskipum og alþjóðlegri skipaumferð, aðallega frá Noregi, Færeyjum, Íslandi og Shetlandseyjum.  Hún er hin nýjasta og nútímalegasta í landinu.  Þar er stærsti fiskmarkaður landsins í þremur stórum skálum, þar sem gæðafiskur selzt á háu verði.  Sjómenn frá 12 þjóðum leggja upp fisk í Hanstholm vegna fiskverð
sins og þjónustunnar við höfnina, sem er veitt allan sólarhringinn.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM