Århus
er höfðuborg Århushéraðs á Jótlandi við Århusfjörð (inn úr
Kattegat). Hún er
hafnarborg og miðstöð skipasmíða og olíuhreinsunar.
Einnig er framleiddur vélbúnaður, flutningatæki, matvæli og
bjór. Áhugaverðir staðir:
Vorfrúarkirkjan (11. öld), Gamli bærinn (útisafn miðaldabygginga)
og Ráðhúsið (1938-42). Háskólinn
var stofnaður árið 1928.
Borgin
varð biskupssetur árið 948 og dafnaði undir stjórn katólskra
biskupa á 14. og 15. öld. Heldur
hnignaði henni eftir siðbótina á 16. öld en uppgangur hófst á ný
með skipasmíðum á 19. öld. Áætlaður
íbúafjöldi árið 1992 var 210 þúsund (275 þúsund með útborgum). |