Randers er við ósa Gudenár við Randersfjörð
í Århushéraði.
Hún er hafnarborg og miðstöð viðskipta og iðnaðar í
landbúnaðarhéraði.
Þar er aðallega framleiddir járnbrautarvagnar, bjór, hanzkar og
matvæli.
Áhugaverðir staðir:
15. aldar kirkja, 16. aldar munkaklaustur og fjöldi
miðaldahúsa.
Þessarar byggðar var fyrst getið síðla á 11. öld og bærinn fékk
leyfisbréf árið 1302.
Áætlaður íbúafjöldi árið 1988 var 61 þúsund.
Randers er vinabær Akureyrar |