Suður Ameríka,

youthhostels-hn.gif (1418 bytes)
Farfuglaheimili erlendis

  Hvað er klukkan? Leit í Britannica Fjallgöngur í Perú

SUÐUR-AMERÍKA
.

.

Ferðavísir Allt um Ísland


Utanríkisrnt.


Tollfríðindi ferðamanna

South America MapSuður-Ameríka er fjórða stærsta heimsálfan.  Norðurmörkin eru við Karíbahafið, í austri er Suður-Atlantshafið og Suður-Kyrrahafið í vestri.  Mjótt Panamaeiðið (80 km) tengir hana við Norður-Ameríku.  Í suðri skilur Drakesund álfuna frá Suður-Heimskautinu.  Tiltölulega fáa eyjar eru með ströndum fram, séu Karíbaeyjar (Vestur-Indíur) frátaldar, og þá einkum sunnantil s.s.. Malvinaseyjar (Falklandseyjar; Argentína).  Flestar aðrar eyjar liggja fjarri ströndum, s.s Galapagos (Ekvador) í Kyrrahafinu.  Heildarflatarmál álfunnar er  17.814.000 km² (u.þ.b. 12½% þurrlendis jarðar).

Lengdin frá norðri til suðurs er u.þ.b. 7770 km og mesta breidd u.þ.b.5.450 km.  Hæsta fjall álfunnar, Mt. Aconacagua (6.959m), er jafnframt hæsta fjall

Vesturheims.  Lægsti staður álfunnar er á Valdesskaganum í Argentínu, 40 m neðan meðalsjávarmáls.  Heildarlengd strandlengjunnar er u.þ.b. 26.000 km.
Álfan fékk nafn ítalska kaupmannsins Amerigo Vespucci, sem var meðal fyrstu Evrópbúanna til að kynna sér þennan nýja heim.  Þetta nafn var síðar notað um Norður-Ameríku líka.  Þótt Mið-Ameríka sé landfræðilega tengd Norður-Ameríku, er oft talað um hana með Suður-Ameríku og vísað til þessa menningarsvæðis sem Latnesku-Ameríku.

Talið er, að upprunalegir íbúar landsins hafi komið sömu leið og frumbyggjar Norður-Ameríku, þ.e.a.s. yfir landbrúna, þar sem Beringsundið er nú milli Asíu og Alaska. Fæstir þeirra lifðu af komu Evrópumanna eftir árið 1500.  Þeir dóu víðast út vegna sjúkdóma og harðræðis eða blönduðust Afríkunegrum og lítillega Evrópumönnum.  Víðast er landbúnaður burðarstoð atvinnulífsins, þótt iðnvæðing færist í aukana. Loftslag er mjög fjölbreytt, bæði vegna legu álfunnar með tilliti til miðbaugs, hæðar fjalla og hve langt hún teygist til suðurs.  Norðurhlutinn nær norður fyrir miðbaug og u.þ.b. 80% lands eru í hitabeltinu.

Álfan mjókkar mjög til suðurs, þar sem hún teygir sig inn á heimskautasvæði. Álfan er bæði hálend og láglend.  Hásléttur liggja að vesturrótum Andesfjalla, sem er hluti risafjallgarðsins, sem liggur meðfram vesturströndinni frá nyrzta odda Norður-Ameríku til syðsta odda Suður-Ameríku.  Hann ber ýmis nöfn á leiðinni, s.s. Klettafjöll nyrzt og Andesfjöll syðst.  Þetta eru fellingafjöll, líkt og Alparnir, sem myndast á flekamótum, þar sem Kyrrahafsflekinn hverfur undir Ameríkuflekann og veldur stórkostlegum náttúruhamförum við og við.  Vesturhluti álfunnar er láglendari vegna framburðar ánna, s.s. Amasónláglendið.  Stutt er á milli syðsta odda álfunnar og Suður-Heimskautsins, sem talið er sérheimsálfa.
.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM