Úrúgvæ
er ríki á suðausturströnd Suður-Ameríkul, 176.120 km² að flatarmáli.
Næstum helmingur íbúanna býr á Stór-Montevideo-svæðinu, höfuðborg
landsins. Hinir búa á víð og dreif um land allt, þannig að aðrar
stórar borgir landsins komast ekki með tærnar þar sem Montevideo er með
hælana. Landið er eins og
fleygur í laginu á milli Brasilíu í norðri og austri, Atlantshafsins
í Suðaustri og Río de la Plata árósarnir í suðri.
Úrúgvæáin markar landamærin við Argentínu.
Landið er hið næstminnsta í Suður-Ameríku (Súrinam minna).
Íbúarnir byggja afkomu sína aðallega á útflutningi landbúnaðarafurða,
einkum kjöti. Úrúgvæjar voru meðal framsæknustur
þjóða Latnesku-Ameríku alla tuttugustu
öldina.
Allan þennan tíma fékk landið viðurkenningu fyrir stöðugt
stjórnmálaástand og þróaða félagslega löggjöf.
Efnahagslægð á sjöunda áratugnum olli óeirðum, sem ólu af sér
Tupamaros borgarskæruliðana (nefndir eftir Tupac Amaru II, 18. aldar
inka, sem gerði uppreisn gegn Spánverjum).
Aðgerðir skæruliðanna settu allt eðlilegt líf úr skorðum í
landinu, þannig að herinn tók völdin í u.þ.b. áratug.
Kosningar fóru fram árið 1985 eftir að herstjórnin sá sér
ekki fært að sitja lengur í andstöðu við almenning. |