Colonia del Sacramento Úrúgvæ,
Flag of Uruguay


COLONIA del SACRAMENTO
ÚRÚGVÆ

.

.

Utanríkisrnt.

Colonia del Sacramento er lítil borg 177 km vestnorðvestan Montevideo í suðvesturhluta Úrúgvæ.  Hún ér á Gabrielsnesinu við Río de la Plata gegnt Buenos Aires í Argentínu.  Sögulegur miðhluti Colonia var skráður á verndurarlista UNESCO 1995.  Portúgalskir hermenn stofnuðu borgina 1680 en Spánverjar náðu henni fljótlega á sitt vald og um tíma skiptust þeir og Portúgalar á um yfirráðin.  Á fyrri hluta 18. aldar dafnaði borgin undir yfirráðum Portúgala og mörg hús voru byggð.  Meðal fjölda nýlendubygginga, sem standa enn þá, eru kirkja hins heilaga sacraments og virkin San Miguel og Santa Teresa.  Steinbygging við aðaltorgið hýsir Portúgalska safnið.

Í næsta nágrenni liggur Calle de los Suspiros (Sýnagatan) að sjávargötunni.  Áhugavert er að skoða borgarsafnið, sem fjallar um sögu borgainnar og hýsir skjalasafn hennar.  Ferðaþjónustan er mikilvæg tekjulind borgarinnar og Real de San Carlos, sumardvalarstað í grenndinni.  Borgin og höfn hennar eru líka mikilvægar miðstöðvar viðskipta og iðnaðar í tengslum við landbúnaðarsvæðin umhverfis, þar sem er mikið ræktað af korni og grænmeti.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1985 var rúmlega 19.000.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM