Salto Úrúgvæ,
Flag of Uruguay


SALTO
ÚRÚGVÆ

.

.

Utanríkisrnt.

Salto er borg í Norðaustur-Úrúgvæ.  Hún er á vinstri bakka Úrúgvæárinnar gegnt Concordia í Argentínu.  Hún er næststærsta borg landsins og miðstöð grunnskreiðra báta, sem sigla um Úrúgvæána.  Um höfnina fer flutningur til og frá norðvesturhluta landsins og hluta brasilíska héraðsins Rio Grande do Sul.  Helzti iðnaðurinn byggist á vínframleiðslu, ávaxtasafa og kjötvinnslu.

Stórar skipasmíðastöðvar eru í nýju hverfi, Pueblo Nuevo, norðan borgarinnar.

Landbúnaðardeild ríkisháskólans starfar í Salto.

Héraðið umhverfis Salto er vel fallið til beitar, þannig að ræktun nautgripa og sauðfjár er mikil.  Ávextir eru líka mikilvæg afurð (appelsínur, tangerínur) og 32 km langt belti sítruslunda umkringir borgina.  Vínekrurnar eru álitnar hinar beztu í landinu.  Einnig er talsvert ræktað af maís, hveiti, sólblómum, hör, fóðurkáli, tómötum og jarðarberjum.  Í Salto er sjónvarpstöð.  Borgin er í vega-, járnbrauta- og flugsambandi við Tacuarembó og Montevideo auk vatnaveganna.  Áætlaður íbúafjöldi 1985 var tæplega 80 þúsund.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM