Kólumbía,
Flag of Colombia

Meira

KÓLUMBÍA

Map of Colombia
.

.

Ferðavísir Allt um Ísland


Utanríkisrnt.

 

Kólumbía er ríki norðvestanverðri Suður-Ameríku, 1.141.748 km² að flatarmáli og 1600 km langri strandlengju að Karíbahafi og 1300 km að Kyrrahafi.  Landamærin liggja að Panama í norðri, Venesúela og Brasilíu í austri og Perú og Ekvador í suðri.  San Andrés y providencia eyjaklasin í Karíbahafi er hluti landsins.  Flestir íbúar Kólumbíu búa fjalllendinu inni í landi.  Þar er höfuðborgin Bogotá á hárri sléttu í norðanverðum Andesfjöllum.

Landið er hið eina í Ameríku, sem var nefnt eftir landkönnuðinum Kristófer Kólumbusi.  Það er land gífurlegra andstæðna, hvort sem varðar landslag og náttúrufar eða félagslegar aðstæður.  Háir og snævi þaktir tindar gnæfa yfir miðbaugsfrumskógum og sléttum, þar sem hópar indíána lifa sama lífi og forfeður þeirra.

Nútímaborgir eru dreifðar um svalari svæði í fjöllunum umkringdar landbúnaðarhéruðum, þar sem kynblendingar indíána og Evrópumanna (mestizo) yrkja jörðina og rækta kaffi, maís o.fl. á litlum skikum.  Í láglendishéruðunum Atlantshafsmegin er mest áherzla lögð á kvikfjárrækt.  Þar eru íbúarnir af þrenns konar uppruna og eðli.

.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM