Cartagena Kólumbía,
Flag of Colombia


CARTAGENA
KÓLUMBÍA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Cartagena er höfuðborg Bolívarhéraðs í Norður-Kólumbíu við norðanverðan Cartagenaflóa.  Gömlu hlutarnir með borgarmúrunum, sem státa af 17. aldar virki (San Felipe de Barajas), eru úti á skaga og eyjunni Getsemaní en nú er mestur hluti borgarinnar dreifður yfir Manga- og Manzanillo-eyjar (flugvöllur) og svæði á meginlandinu neðan La Popa-hæðanna.  Í elzta hlutanum er hin ríkulega skreytta dómkirkja, Kirkja hl. Pedro Claver (1603), Höll rannsóknarréttarins (1706), aðaltorgið og Cartagenaháskóli (1827).

Borgin var stofnuð sem Cartagena de Indias 1533.  Upp úr miðri 16. öld fóru skipalestir frá Spáni að sækja þangað farma af gulli og annarri vöru frá ýmsum hlutum Suður-Ameríku til að flytja heim.  Borgin varð að aðalmiðstöð rannsóknarréttarins og þar þróaðist mikill þrælamarkaður.  Árið 1811 lýsti Cartagenahérað yfir sjálfstæði sínu frá Spáni og áralangt stríð kom í kjölfarið.  Spánverjar náðu aftur yfirráðum á árunum 1815-21 en föðurlandsvinir tóku hana á ný.  Borgin var áfram aðalhafnarborg landsins en samgönguleysið við aðra hluta landsins olli vandræðum.  Á fimmta tugi 19. aldar hafði fólki fækkað og viðskiptin drógust saman.

Á tuttugustu öldinni hófst blómaskeið á ný og nú er Cartagena fimmta stærsta borg landsins..  Líklega áttu olíulindirnar í Magdalenaárdalnum stærstan þátt í framþróuninni eftir 1917.  Lokið var við að legga leiðslur frá Barrancabermeja til Bahía de Cartagena árið 1926 og bygging olíuhreinsunarstöðvar gerðu borgina að aðalolíuhöfn landsins.  Mikið er flutt út af platínu og kaffi.  Meðal aðalframleiðslu borgarinnar er sykur, tóbaksvara, snyrtivörur, textílvörur, tilbúinn áburður og leðurvörur.  Ferðaþjónustan er vaxandi atvinnugrein.  Áætlaður íbúafjöldi 1985 var tæplega hálf milljón.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM