Puerto Berrío Kólumbía,
Flag of Colombia


PUERTO BERRÍO
KÓLUMBÍA

.

.

Utanríkisrnt.

Puerto Berrío er borg í Antioquiahéraði í Norðvestur-Kólumbíu við Magdalenaána.  Hún hefur verið mikilvæg samgöngu- og flutningamiðstöð síðan hún var stofnuð árið 1875 og miðstöð viðskipta og vinnslu timburs og landbúnaðarafurða. Sementverksmiðja og marmaranámur eru í grenndinni.  Hún er aðalhafnarborg héraðsins fyrir útflutning textílvara, kaffis og annars iðnvarnings frá Medellín.  Þangað liggja olíuleiðslur frá Mið- og Norður-Kólumbíu og Bedellín, Cali og Bogotá. Borgin er líka mikilvæg miðstöð járnbrautanna frá Popayán og Gaucadal, Santa Marta og Bogotá.  Flugvöllur er í grennd við borgina.  Áætlaður íbúafjöldi 1985 var 21.400.


 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM