Bogotá Kólumbía,
Flag of Colombia


BOGOTÁ
KÓLUMBÍA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Bogotá DC (Distrito Capital) er höfuđborg Kólumbíu.  Hún er í landinu miđju í frjósamri lćgđ á hásléttunni í 2640 m hćđ yfir sjó í Cordillera Oriental í norđanverđum Andesfjöllum.  Borgin er á hallandi sléttu milli fjallanna Gadalupe og Monserrate, ţar sem tróna tvćr áberandi kirkjur.  Borgarskipulagiđ byggist á ferhyrningsplani međ fjölda torga (Plaza Bolívar), ţar sem standa ađalbyggingar og kirkjur borgarinnar.  Víđa standa nútímaháhýsi viđ hliđ húsa frá nýlendutímanum.

Evrópskt landnám í Bogotá hófst 1538, ţegar Gonzalo Jiménez de Quesada sigrađi Bacatá, ađalađsetur Chibcha-indíána.  Landnemabyggđin var kölluđ Santa Fé de Bacatá.  Fyrri hluti nafnsins er dregin af fćđingarstađ Quesada á Spáni og síđari hlutinn úr máli indíána en hann afbakađist fljótlega í Bogotá.  Framtíđ bćjarins réđist af ţróun varakonungsdćmisins Nýja Granada en hann varđ höfuđborg ţess og varđ brátt ađalmiđstöđ nýlendustjórnar Spánverja í Suđur-Ameríku.  Íbúar Bogotá gerđu árangursríka uppreisn gegn spćnskum yfirráđum 1810-11 en urđu ađ berjast viđ konungssinna til 1819, ţegar Símon Bolívar náđi borginni á sitt vald.  Ţegar sjálfstćđi var fengiđ, var borgin gerđ ađ höfuđborg ríkjasambandsins Gran Kólumbíu 1821.  Í ţessu ríkjasambandi voru Venesúela, Ekvador, Panama og Kólumbía.  Sambandiđ var leyst upp 1830 en Bogotá varđ áfram höfuđborg Nýju-Kólumbíu, sem varđ síđar ađ Lýđveldinu Kólumbíu. 

Blóđug, pólitísk átök og landfrćđileg einangrun drógu úr vexti og viđgangi Bogotá 19. öldinni.  Í apríl 1948 voru unnar miklar skemmdir á henni í uppţotum og bylgja ofbeldis (bogotazo) reiđ yfir hérađiđ.  Ólga kraumađi undir niđri í borginni fram til 1958, ţegar flokkar frjálslyndra og íhaldsmanna náđu samkomulagi.

Bogotá er miđstöđ framleiđslu hjólbarđa, efnavöru og lyfja í landinu en einkum er hún verzlunarborg.  Kauphöllin var opnuđ 1928 og ađalbankastarfsemi landsins fer fram í borginni.  Borgin er líka ađalmiđstöđ samgangna í lofti og ađalađsetur Avianca (Aerovías Nacionales de Colombia), fyrsta flugfélags Suđur-Ameríku.  Hún er líka veigamikil miđstöđ járnbrautanna og er tengd strönd Karíbahafsins og Kyrrahafsins (Puerto Berrío).  Ţjóđvegirnir Pan-American og Símon Bolivar skerast viđ borgina og tengja Bogotá viđ allar ađalborgir landsins.

Međal menntastofnana borgarinnar er Xavier Ponifical-háskólinn (1622) og Santo Tomás-háskólinn (1580).  Grasafrćđistofnunin, tónlistarhöllin, Ţjóđminjasafniđ, Stjörnuskođunarstöđin, Náttúrugripasafniđ, nokkur listasöfn, Gullsafniđ (stćrsta safn forsögulegra gullgripa í heimi) Ţjóđarbókhlađan og Kólumbusarleikhúsiđ eru međal margra menningarstofnana.

Fjöldi skrúđ- og skemmtigarđa prýđir borgina og úthverfi hennar.  Međal vinsćlla ferđamannastađa eru hinir 157 m háu Teguedama-fossar u.ţ.b. 32 km sunnan borgar og tog- og sporbrautirnar, sem flytja fólk upp 333 m háar hlíđar Monserrate-fjalls til kirkjunnar og helgistađarins uppi á toppi.  Áćtlađur íbúafjöldi 1994 var tćplega 5,2 milljónir.

 TIL BAKA        Ferđaheimur - Garđastrćti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM