Barranquilla Kólumbía,
Flag of Colombia


BARRANQUILLA
KÓLUMBÍA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Barranquilla er höfuðborg Atánticohéraðs í Norðvestur-Kólumbíu.  Borgin er á láglendinu við Karíbahafið, 24 km ofan ósa Magdalenaárinnar.  Hún er stærsta hafnarborg landsins við Karíbahaf.  Hún var stofnuð árið 1629 og lét lítið yfir sér þar til járnbrautin var lögð til hafnanna við Sabanillaflóa og siglingaleið var opnuð um ósa árinnar á fjórða áratugi 20. aldar.

Eftir síðari heimsstyrjöldina dró úr siglingum og flutningar á vegum jukust.  Sú breyting olli uppgangi í Buenaventura við Kyrrahafið á kostnað Barranquilla, sem er samt mikilvæg fyrir útflutning kaffis, olíu, baðmullar og náttúrgass.  Textíl- og drykkjarvörur, sement skór, fatnaður, pappír og efnavörur eru meðal aðalframleiðslu borgarinnar.  Meðal mennta- og menningarstofnana er Atlántico-háskólinn (1941) og Norðurháskóli (1966).  Borgin er í góðu vegasambandi og flug fer um alþjóðaflugvöll.  Ferðaþjónusta er mikilvægur atvinnuvegur.  Áætlaður íbúafjöldi 1985 var tæplega 900.000.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM