Buenaventura
er hafnarborg í Valle del Cauca-héraði í vesturhluta Kólumbíu á
Cascajal-eyju, þar sem Dagua-áin fellur í Buenaventura-flóa.
Bærinn var stofnaður 1540 en varð ekki strax eftirsóttur
vegna hitans og rakans og slæmra samgangna.
Á fjórða áratugi 20. aldar voru samgöngur bættar og umferð
óx á vegum.
Höfnin var færð í nútímahorf og flugvöllur var byggður.
Nú
er borgin aðalhafnarborg landsins við Kyrrahafið og um hana fer mikið
af alls konar vörum, sykur, kaffi og baðmull frá frjósömum efri
hluta dal Cauca-árinnar, timbur úr strandskógunum í suðvesturhluta
landsins og mestur hluti gulls og platínu frá Chocó-svæðinu í norðri.
Höfnin þjónar líka fiskiskipum, sem veiða rækju til útflutnings,
og þar endar olíuleiðsla, sem liggur um Cali.
Berrío-popayán-járnbrautin var mikil samgöngubót.
Áætlaður íbúafjöldi 1973 var 111.000. |