Saga
spænska nýlendutímans skín úr hverjum drætti byggðra bóla
landsins, sem er talið hið rammkatólskasta í Suður-Ameríku.
Íbúarnir eru stoltir af því, hve spænskan þeirra er hrein.
Lungi þjóðarinnar er „mestizo” kynblendingar en einnig eru
minninlutahópar af evrópskum og afrískum uppruna.
Landsmenn byggja afkomu sína aðallega á landbúnaði, s.s.
kaffi- og ávaxtarækt, en iðnaður og þjónusta eru vaxandi
atvinnuvegir.
Kólumbía
er þéttbýlasta land Suður-Ameríku.
Rúmlega þriðjungur íbúanna býr í sex stærstu borgum
landsins. Höfuðborgin Bogotá er þeirra stærst. Efnahagslegur og pólitískur óstöðugleiki hefur nærzt á
misskiptingu auðs og ólöglegri sölu eiturlyfja (aðallega kókaíni). |