Kólumbía daglegt líf,
Flag of Colombia


KÓLUMBÍA
DAGLEGT LÍF

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Séreinkennum fólks eftir búsetu fćkkar smám saman í samrćmi viđ bćttar samgöngur og menntun, ţótt enn ţá megi sjá og heyra í mörgum tilfellum frá hvađa landssvćđum ţađ er.   Antioquenos, Santaandereanos, Tolimenses, Narinenses, Bogotanos og Boyacanses ţekkjast auđveldlega á fatnađi, matarrćđi og mállýzkum.  Antioquenos, sem dreifđust frá Antioguia suđur međ Cordillera Central og Occidental á 19. öld, eru mest áberandi félagslega og efnahagslega.  Ţeir eru u.ţ.b. 5 milljónir talsins og rćkta 75% alls kaffis í landinu og ráđa mestu í viđskiptalífi landsins, bankakerfinu og iđnađi.  Ţeir stjórnuđu líka mestum hluta viđskiptanna međ eiturlyf ţar til eiturlyfjabaróninn Pablo Escobar lézt áriđ 1993.

Kólumbísk stéttaskipting
er enn ţá byggđ á samspili atvinnu, ríkidćmis og uppruna međ nokkru hérađabundnu ívafi.  Langflestir íbúanna eru á jađarsvćđum stéttaskiptingarinnar.  Ţeir hafa ekki fasta atvinnu og verđa ađ beita öllum hugsanlegum ráđum til ađ komast af.  Lágstéttirnar eru ađ mestu verkamenn og fjölskyldur ţeirra.  Flest fólk ţessara stétta er af afró-indíána bergi brotiđ eđa annarri blönduđum uppruna.  Miđ- og hástéttirnar státa af menntafólki og fólki í ćđri stöđum.  Miđstéttarfólkiđ skortir ríkidćmiđ eđa stundum evrópskan uppruna, sem hástéttirnar hafa.  Á toppi pýramídans tróna örfáar, vellauđugar hefđarfjölskyldur, sem eru ađ mestu leiti af spćnsku bergi brotnar.  Ţessi rjómi ţjóđfélagsins leggur megináherzlu á stolt sitt og nafn.  Fjölskyldusambönd eru lykillinn ađ velgengni í viđskiptum og stjórnmálalífi og ungir menn og konur feta í fótspor feđra sinna í báđum tilfellum.  Ţessar fjölskyldur (roscas) eru líka áhrifamiklar ađ tjaldabaki á báđum ţessum sviđum og miđstéttirnar verđa ađ lćra ađ umgangast ţćr til ađ komast af.

Međal vinsćlla rétta landsmanna eru Arroz con coco (hrísgrjón međ kókosmjöli) í strandhéruđunum, ajicaco (stappa) í og umhverfis Bogotá og frijoles (baunir) og Chicharrones (svínapura) í Medellín.  Hvítt romm er einkennisdrykkur viđ Karíbahafiđ, Auardiente (aníslíkjör) uppi á hálendinu og kólumbískur bjór um allt land.

Íţróttir og afţreying.  Allt frá 1960 hafa stađbundnar hátíđir veriđ haldnar víđa um landiđ.  Ríkiđ styrkir ţćr fjárhagslega til ađ stuđla ađ varđveizlu hefđbundinnar tónlistar og dansa og ţjóđbúninga.  Hátíđirnar eru mismunandi eftir landshlutum en pre-Lenten hátíđirnar eru haldnar um land allt og rísa hvađ hćst í Barranquilla og annars stađar međ ströndum Karíbahafsins.

Skipulögđ íţróttastarfsemi verđur ć vinsćlli og ţar rís knattspyrnan hćst.  Mest er keppnin milli tveggja ađalliđa hverrar borgar (Millonarios og Santa Fé í Bogotá, Nacional og Deportivo Independiente í Medellín og América og Deportivo í Cali).  Ţjóđsöngur Kólumbíu hefur hljómađ nokkrum sinnum í lok heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu.

Körfubolti og hafnarbolti eiga auknum vinsćldum ađ fagna og ţeir, sem hafa efni á, leika golf og tennis og fara á skíđi.  Kappakstur er vinsćll.  Í ađalreiđhjólakeppninni (Vuelta de Colombia) leggja keppendur 2000 km ađ baki á 12 dögum.  Líklega er eina ţjóđlega íţróttin „tejo”, sem er upprunnin međal chibcha-indíána og líkist „quoits”.  Landsmenn hafa gaman af veđmálum og taka gjarnan ţátt í ţjóđarlotteríinu, sem fjármagnar félagslega ţjónustu.  Nautaat er spćnsk arfleifđ međal latnesk-amerískra ţjóđa.


Fjölmiđlar.  Stjórnarskrárbundiđ rit- og tjáningarfrelsi hefur ćtíđ fariđ eftir ţví, hverjir hafa veriđ viđ völd hverju sinni.  Fólk og fjölmiđlar hafa orđiđ ađ fara bil beggja vegna hćttu á ađgerđum eiturlyfjahringa eđa skćruliđa.  Dagblöđin hafa löngum veriđ ađalmiđlar pólitískra upplýsinga og notiđ meira afskiptaleysis stjórnvalda en ljósvakamiđlar, sem eru álitnir afţreyingarmiđlar og hafa orđiđ ađ beygja sig undir strangara eftirlit hins opinbera.  Stjórnmálaflokkar hafa oft gefiđ út dagblöđ fyrir málstađ sinn.  Tvö dagblađa Bogotá, El tiempo og El expectador, hafa til dćmis ţótt höll undir málstađ frjálslyndra.

 TIL BAKA        Ferđaheimur - Garđastrćti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM