Ekvador
er ríki í norðvestanverðri Suður-Ameríku, 269.178 km² að flatarmáli.
Hluti þess er í Andesfjöllum og Amasónlægðinni.
Miðbaugur liggur um það og af honum dregur það nafn sitt.
Kólumbía er í norðri, Perú í austri og suðri og Kyrrahafið
í vestri. Galápagoseyjar (Archipiélago
de Colón) tilheyra Ekvador.
Landið
er fremur lítið á mælikvarða ríkja í Suður-Ameríku, þar af
261.186 km² á meginlandinu.
Landamærin við Perú voru ákveðin með samningum í Rio de
Jaineiro
árið 1942 en Ekvador hefur ætíð hafnað þeirri lausn, þannig að
stjórnir landsins hafa ekki merkt þau í
samræmi við þessa niðurstöðu.
Höfuðborgin er Quito í Andesfjöllum í miðnorðurhluta
landsins. |