Perú
er ríki í Suður-Ameríku, 1,285.216 km² að flatarmáli.
Landamærahéruð þess uppi í Andesfjöllum eru mjög strjálbýl
nema við Titicaca-vatnið í suðausturhlutanum.
Ekvador er í norðvestri, Bólivía í suðaustri, Brasilía í
austri, Síle í suðri og Kyrrahafið í vestri.
Perú er að mestu leyti hitabeltisland þar sem norðurhluti þess
er nærri snertingu við miðbaug. Þrátt
fyrir það er loftslagið mjög margbreytilegt vegna mismunandi landfræðilegra
aðstæðna og hæð yfir sjó. Mannlífið
og atvinnulíf bera líka merki mismunandi aðstæðna umhverfis og náttúruafla.
Ferðalög um fjalllendið voru og eru erfið og Andesfjöllin hafa
löngum staðið í vegi þjóðareiningar.
Borgin Iquitos við Efri-Amasón er í u.þ.b. 1000 km fjarlægð
frá höfuðborginni Lima.
Fyrir daga flugsins kusu ferðalangar oft fremur að ferðast
þangað 7000 km vegalengd á Amasónfljóti eða sjóleiðina um
Karíbahaf og Panamaskurð en að fara mun skemmri leið yfir
fjöllin.
Nafn landsins er komið úr máli Quechua-indíána og þýðir eiginlega:
„Land gnægtanna” með tilvísun til hins góða þjóðskipulags
inkanna öldum saman.
Náttúruauðlindir til sjós og lands hafa löngum verið grundvöllur
afkomu íbúanna.
.
|