Huaraz Perú,
Flag of Peru


HUARAZ
PERÚ
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Huaraz er höfuðborg Huarazhéraðs í Mið-Perú við ármót Quilca- og Santa-ánna.  Hún er í 3052 m yfir sjó í hinu fagra Callejón de Huaylas-svæði með snævi krýnda tinda Cordillera Blanca í bakgrunni.  Borgin var stofnuð á grunni fornrar byggðar indíána og þar búa þeir einn þá og klæðast skautlegum og litríkum fötum.  Árið 1823 skírði Simón Bolívar hana Muy Generosa Ciudad de Huaraz í þakklætisskyni fyrir aðstoð borgarbúa við her hans í baráttunni gegn Spánverjum.  Huaraz er miðstöð landbúnaðar og verzlar aðallega með hveiti, maís og kartöflur.  Í nágrenni borgarinnar eru silfur-, sinnóbar- og kolanámur.  Nokkur starfsemi er í kringum vefnað og bjórbruggun. 

Vegurinn milli Huaraz og Lima er 348 km langur til suðurs.  Árið 1941 grófst mestur hluti borgarinnar undir snjóflóði og í maí 1970 lagði hrikalegur jarðskjálfti hana næstum alveg í rúst og lagði 10.000 manns að velli.  Innlendir og erlendir styrkir voru notaðir við endurbygginguna.  Áæltaður íbúafjöldi árið 1990 var tæplega 66 þúsund.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM