Trujillo Perú,
Flag of Peru


TRUJILLO
PERÚ

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Trujillo er höfuðborg samnefnds héraðs og Libertad-sýslu í strandeyðimörkinni, 552 km norðnorðvestan Lima.  Hún er næstelzta spænska borgin í landinu, stofnuð 1534, þegar Diego Almagro kom þangað.  Næsta ár fékk kom Francisco Pizarro sigurvegari, nefndi hana eftir fæðingarstað sínum á Spáni og gaf henni borgarbréf.  Árið 1612 reið yfir hana jarðskjálfti, sem skildi eftir auðn og eyðileggingu.  Erlendar fjárfestingar í sykur framleiðslunni á 19. öld leiddu til íbúafjölgunar og hún varð stærsta borg landsins.  Á áveitusvæðinu í Río Moche-dalnum er ræktaður sykurreyr og hrísgrjón.  Iðnfyrirtæki borgarinnar framleiða m.a. sykur, prjónavörur og bjór.

Borgin er við Pan-American-þjóðveginn og er tengd aðallandbúnaðarsvæðunum og baðstöðunum í nágrenninu.  Flugvöllur borgarinnar tengir hana við aðalborgir landsins.  Milli Trujillo og hafnarborgar hennar, Salaverry, liggur járnbraut.  Þarna er ríkisháskóli (1824) og fornminjasafn.  Rústir Chan Chan, höfuðborgar Chimú-veldisins fyrir daga inka, er 6 km vestan Trujillo.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1990 var 532 þúsund.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM