Callao Perú,
Flag of Peru


CALLAO
PERÚ

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Callao er ađalhafnarborg Perú í hinu 147 km˛ Callao-hérađi beint vestur af höfuđborg landsins, Lima.  Hérađiđ er ađ mestu ţéttbýli og hluti af stórborgarsvćđínu Lima-Callao.  Borgin er viđ eina fárra náttúruhafna vesturstrandar Suđur-Ameríku.  Hún er sunnan Rímac-árinnar í skjóli af San Lorenzo-eyjar (herstöđ og kafbátalćgi) og löngum höfđa.  Til frekara skjóls voru byggđir brimgarđar, ţar sem ţörf var á.  Nútímahöfn var opnuđ ţar áriđ 1935 og ţremur árum síđar var stór slippur tekin í notkun.  Ţarna er stór bryggja til úrflutnings járngrýtis og upp- og útskipunar í fraktskip.  Olíubryggja var tekin í notkun 1969.  Frekari umbćtur fóru fram á höfninni á síđari hluta 20. aldar.

Francisco Pizarro stofnađi borgina 1537.  Höfnin var ţungamiđja hennar frá upphafi, ţví Spánverjar hlóđu ţar skip međ gulli og gersemum inka.  Sjórćningjar og evrópskir keppinautar Spánverja réđust oft á hana.  Sir Francis Drake rćndi hana 1578.  Áriđ 1746 lagđi flóđbylgja í kjölfar jarđskjálfta borgina í rúst en hún var endurbyggđ í eins kílómetra fjarlćgđ frá upprunalegum stađ.  Skömmu síđar var hiđ stóra virki Real Felipe byggt.  Ţađ stóđ af sér fjölda umsátra spćnska hersins í sjálfstćđisstríđunum.  Simón Bolívar steig ţarna á land 1823 og ţremur árum síđar var borgin vettvangur endanlegrar uppgjafar Spánverja.

Fyrsta járnbrautin í Suđur-Ameríku var tekin í notkun milli Callao og Lima áriđ 1851.  Spćnski flotinn gerđi sprengjuárásir á borgina 1866 og 1881 í Kyrrahafsstríđinu.  Síleher tók borgina og skilađi henni aftur 1883 eftir samningana í Ancón.  Eftir jarđskjálftana 1940 varđ ađ endurbyggja borgina og höfnina.

Helztu útflutningsvörur, sem fara um höfnina í Callao, eru hálfunnir málmar, fiskimjöl og lýsi.  Mest er flutt inn af hveiti, vélbúnađi og timbri.  Stćrstu fyrirtćki borgarinnar eru bjórverksmiđjur, skipasmíđastöđvar og fiskimjölsverksmiđjur.  Talsvert er rćktađ af landbúnađarafurđum í hérađinu og ţćr eru ađ mestu seldar á mörkuđum (grćnmeti, ávextir og maís).

Fátt er um markverđar byggingar og menningarviđburđi.  Jorge Chávez millilandaflugvöllurinn og herskólar land- og flughers eru í hérađinu.  Borgin státar einnig af tćkniháskóla.

 TIL BAKA        Ferđaheimur - Garđastrćti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM