Iquitos Perú,
Flag of Peru


IQUITOS,
PERÚ
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Iquitos er hafnar- og höfuðborg Loretohéraðs í norðaustanverðu landinu við Amasónána, 3700 km frá Atlantshafi og 1030 km norðnorðaustan Lima.  Borgin var stofnuð 1864 á rústum indíánaþorps og varð aðalhafnarborg héraðsins í gúmmíæðinu á síðari hluta 19. aldar.

Eftir 1912 dró mjög úr framleiðslunni og íbúum fækkaði.  Þetta ástand breyttist ekki fyrr en upp úr miðri 20. öld, þegar stjórnvöld fóru að einbeita sér að efnahagsuppbyggingu í austanverðu landinu.  Talsvert er um byggingar frá 19. öld.  Þær eru skreyttar glerjuðum flísum og smíðajárni frá Evrópu.  Milli Iquitos og Lima eru flugsamgöngur.  Ríkisháskólinn var stofnaður 1961.  Borgin er miðstöð menningar, trúarbragða og ferðamanna Austur-Perú.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1990 var tæplega 270 þúsund.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM