Cajamarca Perú,
Flag of Peru


CAJAMARCA
PERÚ

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Cajamarca er höfuðborg Cajamarca-héraðs og Nor Oriental del Maranon-sýslu í Norður-Perú í 2760 m hæð yfir sjó við Cajamarca-ána.  Þarna fangaði Francisco Pizarro inkahöfðingjann Atahuallpa árið 1532.  Byggðinni hnignaði smám saman fram til 1802, þegar hún fékk réttindi borgar vegna nálægðar hennar við nýfundnar silfurnámur í Hualgavoc.  Enn standa nokkrar nýlendubyggingar í borginni, þ.m.t. dómkirkja og kirkja San Francisco Belén.  Þar er tækniháskóli frá 1962.  Jarðhitasvæði er í grennd við borgina.  Cajamarca er aðalmiðstöð viðskipta í norðurhluta landsins og er í flugsambandi við Chiclavo og Trujillo á ströndinni og vegasambandi við ströndina og Amasónsvæðið. 

Borgarbúar byggja afkomu sína á námuvinnslu, landbúnaði og framleiðslu (fatnaðar, leðurvöru, stráhatta o.fl.).  Ferðaþjónustan er mikilvægur atvinnuvegur.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1993 var í kríngum 93 þúsund.

7

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM