Cerro de Pasco Perú,
Flag of Peru


CERRO de PASCO
PERÚ

.

.

Utanríkisrnt.

Cerro de Pasco er námuborg og höfuðborg Pasco-sýslu uppi á hálendi Mið-Perú norðaustan Lima, sem hún er tengd með járnbraut og þjóðvegi.  Hún er meðal hæstu borga heims í 4338 m hæð yfir sjó.  Árið 1630 fundust auðugar silfurnámur í nágrenninu og borgin varð einn mesti silfurframleiðandi heims í tvær aldir.  Í nágrenni hennar eru einnig kopar-, gull-, blý-, sink- og busmútnámur.  Á áttunda áratugi 20. aldar var byggð ný borg, San Juan de Pampa, byggð í grenndinni.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1987 var 70 þúsund.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM