Síle
er ríki á vesturstönd Suður-Ameríku, á milli landamæranna við
Perú á 17°30’S og syðsta odda meginlandsins, Hornhöfða, á 56°S,
alls u.þ.b. 4300 km strandlengja.
Til Suðurskautslandsins er skemmst í kringum 660 km.
Heildarflatarmál landsins er u.þ.b. 756.626 km².
Landið er langt og mjótt, að meðaltali u.þ.b. 180 km breitt,
mest 360 km við Angofagasta og minnst 16 km í grennd við Puerto Natales.
Norðan Síle eru Perú og Bólivía, Argentína að austan og
Kyrrahafið að vestan. Páskaeyja
tilheyrir landinu auk Juan Fernández eyjaklasans í Suður-Kyrrahafi.
Höfuðborgin er Santiago.
.
|