Antofagasta
er höfuðborg samnefnds héraðs í norðurhluta landsins og hafnarborg
við Moreno-flóa. Borgin var bólivísk til 1879 og er á stöllunum við rætur
lítt gróinna og þurrviðrasamra strandfjallanna.
Borgin óx snemma vegna saltpétursvinnslu, sem hófst 1866 og
silfurfunda í Caracoles 1870. Aðalhlutverk
borgarbúa var að þjóna námunum og flytja út kopar og brennistein.
Auk málmbræðslna og olíuhreinsunarstöðvar, námuvinnslu og
framleiðslu brennisteinssýru eru verskmiðjur, sem framleiða matvæli
og
drykkjarvörur og fiskimjöl.
Þarna
er einnig skipasmíðastöð fyrir togara.
Antofagasta er stærsta borgin í Norður-Síle. Þar er Norðurháskólinn (1956).
Pan-American-hraðbrautin
liggur einnig um borgina og járnbrautir til námanna og Oruro í Bólivíu
og Salta í Argentínu. Skammt utan borgarinnar er millilandaflugvöllur.
Árið 2002 bjuggu þar tæplega 320 þúsund manns á svæði
stórborgarinnar. Nafn borgarinnar er dregið af
saltpétursnámum.
Antofagasta var stofnuð á árunum 1866-74 sem hafnarborg
fyrir nýfundnar silfurnámur í grenndinni. Upprunalegt
nafn hennar var Peñas Blancas (Hvítgrjót). Hún var
hluti strandhéraðs Bólivíu til 14. febrúar 1879, þegar
síleskar hersveitir lögðu hana undir sig. Þessi herför
far upphaf Kyrrahafsstríðsins. Ríkisstjórnir Bólivíu
hafa gert ítrekaðar tilraunir til að ná yfirráðum í borginni
á ný.
Borgin er löng og mjó, sunnan Mejillones-skaga og norðan
Cerro Coloso, 1130 km norðan Santiago. Austan hennar
eru bratter hlíðar Cordillera dea la Costa og í vestri er
Kyrrahafið. Hún er í Atacama-eyðimörkinni, sem er
meðal þurrustu staða í heimi. Úrkoma þar er tæplega 4
mm á ári.
Mejillones er lítil hafnarborg 65 km norðar, á norðanverðum,
samnefndum skaga. Hornitos-ströndin, sem laðar til sín
erlenda og innlenda ferðamenn, er 90 km norðan Antofagasta.
Topopilla er hafnarborg 188 km norðan hennar. Calama
er næststærsta borg héraðsins, 213 km norðvestan hennar.
La Negra er meðalstór iðnaðarborg u.þ.b. 10 km suðaustan
Antofagasta, við „Pan-amerísku” hraðbrautina. |