Copiapó Síle,
Flag of Chile


COPIAPÓ
SÍLE

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Copiapó er höfuðborg samnefnds héraðs og hins þurra Atacama-svæðis í norðurhluta landsins.  Hún er 56 km inni í landi, upp af  Kyrrahafsströndinni, í frjósömum áveitudal Copiapó-árinnar, sem hefur verið ræktaður síðan á dögum inka áður en Spánverjar komu til sögunnar 1540.  Copiapó fékk borgarréttindi 1744 sem San Francisco de la Selva de Copiapó.  Hún varð mikilvæg námuborg og miðstöð stjórnmála, þega gull og silfur fannst í fjöllunum í grenndinni á 19. öld og árin 1850-51 tryggði lagning Caldera-Copiapó-járnbrautarinnar enn stöðu hennar.

Eftir hnignunarskeið 1875-1925 var farið að nema kopar og lokið var við byggingu koparbræðslu 1950 í Paipote.  Járnbrautin og þjóðegir, sem eru opnir allt árið, tengja Copiapó við hafnar- og baðstrandarborgina Caldera 80 km í norðvestri, Santiago og nærliggjandi héruð.  Einnig liggur vegur yfir Andesfjöllin til Argentínu.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1990 var rúmlega 80 þúsund.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM