Puerto Montt Síle,
Flag of Chile


PUERTO MONTT
SÍLE

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Puerto Montt er hafnar- og höfuðborg Llanguihue-héraðs og Los Lagos-svæðisins í suðurhluta landsins við utanverðan Reloncaví-flóa nærri Tenglo-eyju.  Borgin var stofnuð 1853 og nefnd eftir Manuel Montt, forseta landsins.  Þýzkir landnemar hafa sett svip sinn á hana og hún er miðstöð viðskipta fyrir landbúnaðarhérað, sem framleiðir korn (hveiti), kartöflur, kjöt og mjólk og talsverðar fiskveiðar eru stundaðar.  Í borginni er stunduð niðursuða fisks, sútun og timbursögun.

Pan-American-hraðbrautin og norður-suður-járnbrautin enda í borginni og frá henni liggja skipaleiðir um eyjaklasana fyrir ströndinni til Punta Arenas.  Millilandaflugvöllur er í grennd borgarinnar og lega hennar í skógi vöxnum hæðum, firðir, stöðuvötn og snævi þaktir tindar Andesfjalla hafa gert hana að vinsælum ferðamannastað, þrátt fyrir jarðskjálftahættu.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1989 var rúmlega 120 þúsund.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM