Arica Síle,
Flag of Chile


ARICA
SÍLE

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Arica er höfuðborg samnefnds héraðs á Tarapacá-svæðinu.  Hún er við Kyrrahafið við rætur El Morro-skagans og jaðar Atacama-eyðimerkurinnar.  Arica er nærri landamærum Perú og er nyrzt hafnarborga landsins.  Hún var stofnuð sem San Marcos de Arica í byggð innfæddra 1570 og tilheyrði Perú til 1879.  Þá lögðu Sílemenn hana undir sig og náðu yfirráðum með samningunum í Ancón (1883) en ágreiningi um þau lauk ekki fyrr en 1929.  Borgin var frjáls hafnarborg fram á miðja 20. öld og sér um talsverð viðskipti fyrir Bólivíu og Perú og er viðskiptamiðstöð Norður-Síle.  Þar er m.a. framleitt fiskimjöl og bílar eru settir saman og þar endar olíuleiðslan frá Oruro í Bólivíu.  Áveitudalirnir Azaga og Río Lluta er nýttir til framleiðslu landbúnaðarafurða fyrir borgina og ólífur og sítrusávexti til útflutnings.  Arica er mikilvæg samgöngumiðstöð við Pan-American-hraðbrautina með millilandaflugvöll, járnbrautir til Tacna í Perú og La Paz í Bólivíu.  Bólivíumenn eru tíðir gestir á baðströndum borgarinnar.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1985 var tæplega 130 þúsund.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM