Afghanistan
er land í suðvestur Asíu, sem liggur að Turkmenistan, Uzbekistan og
Tajikistan í norðri, Kína, Jammu og Kashmir og Pakistan í austri,
Pakistan í suðri og Íran í vestri.
Landið er nokkurn veginn sporbaugslaga, lengd þess frá suðvestri
til norðausturs er u.þ.b. 1450 km og u.þ.b. 725 km breitt um miðjuna.
Heildarflatarmálið er 647.500 km² og höfuðborgin er Kabul.
Landið
er að mestu fjöllótt, u.þ.b. 75% þess eru hálendi.
Helztu láglendissvæðin eru nokkrir árdalir í norðurhlutanum
og nokkur eyðimerkursvæði í suður- og suðvesturhlutunum.
Aðalfjallgarðurinn er Hindu Kush, sem teygist 965 km leið frá
Pamírfjöllum í norðaustri að landamærum Írans í vestri.
Meðahæð
þessa fjallgarðs er u.þ.b. 4270 m og nokkrir tindar fara yfir 7600 m.
Víða í fjalllendi landsins eru skörð, sem létta ferðir
innanlands og til nágrannalanda.
Shibar-skarðið í Hindu Kush er hið eina, sem er lægra en 3000m
en það munar ekki nema þremur metrum.
Það tengir Kabulsvæðið við norðurhluta landsins.
Kunnasta fjallaskarðið er líllega Khyber-skarðið í
Sulaiman-fjöllum á norðausturlandamærunum, sem tengir landið við
Pakistan.
.
|