Ghazni
er borg í austurhluta landsins og höfuðborg samnefnds héraðs í
2220 m hæð yfir sjó. Hún
er markaðsborg, þar sem verzlað er með kornvöru, ávexti, ull og dýrahúðir. Hún liggur við verzlunarleiðina milli Írans og Indlands.
Skammt norðaustan hennar eru leifar fornu borgarinnar, sem var
merkisstaður á sínum tíma. Einu rústirnar í Gömlu-Ghazni, sem hafa einhverja mynd á
sér, eru tveir turnar með 365 m millibili, u.þ.b. 43 m háir. Samkvæmt áritunum á þeim létu afghanski soldáninn
Mahmud frá Ghazni og sonur hans reisa þá.
Í fyrsta Afghan-stríðinu 1842 lögðu Bretar borgina undir sig
og eyðilögðu varnir hennar. Áætlaður
íbúafjöldi 1982 var 32.000. |