Afghanistan meira,
Flag of Afghanistan

Tölfræði

Stjórnsýslan
Íbúarnir
Sagan
Sagan II
Efnahagsmál
Afghanhundurinn
The World Fact Book

AFGHANISTAN
MEIRA

.

Utanríkisrnt.

 

Ár og fljót.  Meðal helztu vatnsfalla landsins eru Amu Darya, sem var fyrrum kölluð Oxus og rennur á landamærunum að Tajikistan;  Kabuláin, sem hverfur til Indusfljóts;  Helmandáin, sem er lengsta á landsins og Harirudáin í vesturhlutanum.  Allar þessar ár, nema Kabuláin, enda leið sína í stöðuvötnum eða fenjum.

Loftslagið.  Loftslagsskilyrði eru afarfjölbreytileg, bæði dagfarslega og milli árstíða.  Þessir umhleypingar stafa einkum af því, hve hæðarmunur yfir sjó er mismunandi í landinu.  Hitastig getur hækkað frá frostmarki snemma morguns í 38°C um hádegi.  Í dölum norðurhlutans hefur hiti farið upp í 49°C.  Algengt er að frost sé –9,4°C um miðjan vetur í u.þ.b. 2000 m hæð yfir sjó í Hindu Kush-fjöllum.  Kabul er í u.þ.b. 1830 m hæð yfir sjó.  Þar eru vetur kaldir og sumarhiti þægilegur.  Jalalabad er í u.þ.b. 550 m hæð yfir sjó.  Þar ríkir jaðartrópískt loftslag.  Kandahar er í u.þ.b. 1070 m hæð yfir sjó og loftslag þar er milt.  Víðast í landinu er þurrviðrasamt.  Meðalúrkoma er í kringum 305 mm á ári.  Aðalúrkomutíminn er frá október til apríl.  Sandstormar eru algengir í eyðimörkum og á þurrum svæðum.

Náttúruauðlindir.  Þrátt fyrir þurrt loftslag og fjalllendi, liggja auðæfi náttúrunnar aðallega í nýtingu landsins til landbúnaðar.  Talsverðar birgðir verðmætra efna er að finna í jörðu, en erfiðar samgöngur, ótryggt ástand í þjóðfélaginu, skortur á tækniþekkingu, vélbúnaði og tækjum hefur komið í veg fyrir nýtingu þeirra.  Mikið er af náttúrulegu gasi í jörðu í norðurhlutanum og víða er að finna verulegar birgðir járngrýtis.  Þurrkurinn veldur því, að jarðvegur er af mjög skornum skammti og nær ekki að myndast.  Stærstu ræktunarsvæðin eru í árdölum, þar sem hægt er að koma áveitum við.

Flóran.  Flóru landsins má líkja við Tíbet og Himalayasvæðið, sléttur og eyðimerku Mið-Austurlanda.  Strjált skóglendi, vaxið sedrusviði, furu og fleiri barrtegundum, er að finna á belti milli 1830 og 3660 m yfir sjó.  Ofnýting þess gerir það að verkum, að það svarar nú til u.þ.b. 3% af heildarflatarmáli landsins.  Neðan 1830 metranna vaxa strjált lágvaxin tré og runnar, s.s. hesliviður, pístatsíurunnar, eski, einir og tragacanth.  Neðan 900 m vaxa einkum gras og runnar á strjálingi.  Talsverður fjöldi villiblóma blómstrar á vorin, bæði uppi í fjöllum og á steppunum.  Afurðir skógarnýtingarinnar eru harpix, asafetida og furuhnetur, timbur og eldiviður.  Ávaxtatrén gefa af sér apríkósur, ferskjur, perur, epli, möndlur og valhnetur.  Döðlupálmar dafna allrasyðst í landinu og granat- og sítrusávextir vaxa í grennd við Kandahar og Jalalabad.  Ótrúlegur fjöldi tegunda ágæðavínberja og melóna er ræktaður í talsverðum mæli.

Fánan.  Í Afghanistan er að finna dýrategundir af evrópskum og miðausturlenzkum uppruna.  Mikið er af drómedörum og kameldýrum.  Talsvert er af fjallasauðfé, björnum, fjallageitum, gasellum, úlfum, sjakölum, villiköttum, broddgöltum og refum.  Helztu húsdýrin eru sauðfé, nautgripir og geitur.  Talsvert er um asna, hesta, múldýr og afghanhunda (veiðihundar).  Húðir karakúlfjárins eru víðkunnar fyrir gæði.  Ýmsar tegundir vatna- og vaðfugla, fasana, lynghæna og annarra smáfugla er víða að finna.

 TIL BAKA           Ferðaheimur - Hverafold 48 - 112 Reykjavik - 567-6242 - info@nat.is - Heimildir                  HEIM