Langflestir
íbúar landsins búa í dreifbýli og skiptast í megindráttum í fjóra
þjóðflokka.
Pashtunar, sem eru hinir raunverulegu Afghanar, telja u.þ.b. 50%
þjóðarinnar og skiptast í tvo flokka, Durani og Ghilzai.
Tajikar, sem eru af írönskum stofni, telja u.þ.b. 25% og
flestir þeirra, sem eru ótaldir, eru Uzbakar (9%) og Hazarar (9%).
Blöndun þessara þjóðflokka hefur aukizt síðan 1950 með
betri samgöngum.
Veldi fjölskylduhöfðingja hefur minnkað og konur fengu meira
frjálsræði.
Áætlaður
íbúafjöldi landsins árið 1996 var 22,7 milljónir (35 íb./km²).
Árið 1993 tilkynnti Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna
heiminum, að flestir flóttamanna kæmu frá Afghanistan og að
heildarfjöldi þeirra væri u.þ.b. 4,5 milljónir, þar af 2,9 milljónir
í Íran.
Í lok ársins hafði 1,5 milljón Afghana snúið heim frá
Pakistan.
Rúmlega 80% íbúanna býr og starfar í dreifbýli og u.þ.b.
2,6 milljónir lifa hirðingjalífi.
Landinu
er skipt í 31 hérað:
Badakhstan, Badghis, Gabhlan, Balkh, Bamian, Farah, Faryab,
Ghazni, Ghor, Helmand, Heart, jouzjan, Kabul, Kandahar, Kapisa, Kunar,
Kondoz, Laghman, Logar, Nangarhar, Nimruz, Nuristan, Paktika, Parwan,
Patya, Samangan, Sar-I-Pul, Takhar, Uruzgan, Wardak og Zabul.
Höfuðborg landsins er Kabul (áætl. Íbúafjöldi 1989: 1,4
milljónir).
Borgir er við hernaðarlega mikilvæga leið um fjallaskörðin.
Aðrar helztu borgir eru markaðsborgirnar Kandahar (u.þ.b.
203.000) og Heart (u.þ.b. 177.000), sem er kunn fyrir fjölda gamalla bænahúsa
múslima (moska) og fleiri sýnishorn gamallar byggingarlistar.
Trúarbrögð.
Rúmlega 99% íbúanna eru múslimar, einkum sunnitrúar.
Flestir hinna, aðallega Hazara, eru shítar.
Fámennir hópar gyðingar, hindúa og parsa búa saman, hver trúarhópur
fyrir sig, í borgum landsins.
Helzti pílagrímastaður landsins er Mazar-e Sharif.
Tungumál,
Pashto og persneska (dan), sem eru af írönskum stofni, eru
opinber tungumál landsins.
Persneskan er notuð á menningarsviðinu, í viðskiptalífinu
og á opinberum vettvangi, þótt pashto-tungan eigi ríka bókmenntahefð.
Meðal hinna fjölmörgu mállýzkna, sem eru talaðar, eru
tyrkneska, úsbezka, túrkómanska og kirgiz mest áberandi.
Menntun.
Börn á aldrinum 7-15 ára eru skólaskyld og námið er frítt.
Þetta hljómar vel, en aðeins u.þ.b. 25% fólks, sem var 15 ára
og eldra seint á níunda áratugi 20. aldar var læst.
Skólasóknin í grunnskólum var rúmlega 700.000 og stúdentar
við æðri menntastofnanir töldust 10,000.
Stöðugt ofbeldi í landinu hefur raskað skólastarfi.
Kabulháskóli var stofnaður árið 1932 og er mikilvægasta
æðri menntastofnun landsins.
Nangaharháskóli var stofnaður 1962 í Jalalabad.
Þar að auki er verzlunarskóli (1943), fjöllistaskóli (1951)
og háskóli fyrir nám í islömskum fræðum (1988) í Kabul.
Söfn
og bókasöfn.
Hin fáu og helztu bókasöfn landsins eru í Kabul.
Kabulsafnið er hið stærsta í landinu og kunnast fyrir gamla
muni úr búddatrú.
Bókmenntir.
Hin forna sagnahefð blómstrar enn þá í landinu, einkum vegna
hins mikla ólæsis.
Sögufélag Afghanistan og Pashtoskólinn gefa út tímarit og
reyna að hvetja skáld og rithöfunda til dáða.
Listir,
tónlist og íþróttir.
Hefðbundnar listir og afþreying eru einkennandi fyrir landið.
Skartgripir úr gulli og silfri, persnesk teppi og margs konar leðurvörur
eru enn þá heimilisiðnaður.
Tónlistarlífið byggist á þjóðlögum, ballöðum og dansi.
Attan er þjóðdans Afghanistans.
Hann er dansaður í stórum hring, þar sem dansararnir klappa
saman höndum og dansa í takt við tónlistina.
Vinsælustu íþróttagreinarnar eru polo, hópíþróttin ghosai,
sem líkist glímu og buzkashi, þar sem dýraskrokkar eru notaðir í
stað bolta til að skora mörk. |